Skírnir - 01.01.1933, Page 33
Skírnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
27
okkar mannanna að kenna, að við þekkjum ekki skynræna
-ást og langvarandi tryggð meðal miklu fleiri dýraflokka.
Þessi skynrœna ást er í senn háð magnkirtlum frjó-
kerfis og einu eða fleirum skynkerfum; nefni ég hinn fyrri,
alfrumstæða þáttinn, holdrœna ást og hinn síðari, skynháða
þáttinn, skijnrœna ást.
Lengra virðist ástkenndin hjá dýrum vart geta kom-
izt fyrir þá sök, að heili þeirra á engin veruleg vitkerfi —
aðeins frumstæð drög til þeirra, og þá þó aðeins í sjálfum
heilaberkinum.
Öðru máli er að gegna með mennina. Hjá þeim er nú
bœði það, að skynkerfin eru þroskuð á annan og fullkomn-
ari hátt en hjá dýrunum, svo að hin skynræna ást manns-
ins getur vakið honum fjölþætta aðdáun og hrifningu, og
líka hitt, að maðurinn einn á sér vitkerfi — sálrœn kerfi —
í heila sínum. Og því getur ástkennd hans numið þessi
kerfi, eigi síður en skynkerfin, að magnkirtlar frjókerfis
virðast einmitt hafa enn meiri áhrif á þróun og þroska
þessara nýjustu heilakerfa en á hin eldri kerfin. — En þá
er svo ber við, vaknar manninum sú tegund ástar, sem
aeðst er og göfugust, hin sálrœna ást. En henni er eigi
aðeins samfara aðdáun og hrifning, heldur og aukið and-
rœnt skapanmegin. Og um þessa tegund ástar á það við,
sem franski heimspekingurinn Pascal sagði; »Ástin gerir
mann djúpúðgan (genial), þó maður aldrei hafi verið það
áður.«
Þessir þrír höfuðþættir eru nú venjulegast allir til í
senn, en blandaðir á mjög misjafnan hátt, í kennd þeirri,
sem vér jafnan nefnum ást, án þess að gera oss ljósa grein
fyrir fjölþættni hennar. Skal ég aðeins nefna það hér, að
skáldið og heimspekingurinn franski Stendthal hefir ritað
afarmerka bók um ástina, eingöngu frá sálfræðilegu sjónar-
miði, en byggða á raunverulegri reynslu — sín og annara.
Heldur hann því fram þar, að yfirleitt sé mikill munur á
ást karla og kvenna: fíngerðar konur þekki vart annað en
sálræna ást, en fjöldi karla geti vart gert sér grein fyrir
•öðru en hinum frumstæðu þáttum þessarar kenndar.