Skírnir - 01.01.1933, Page 35
Skírnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
29
Á öllu tímabilinu frá lokum 18. aldar og því nær nið-
ur að lokum 19. aldar eigum við eiginlega aðeins eitt
skáld, sem orkt hefir gullfalleg sálræn ástaljóð — og það
er Jónas Hallgrímsson. Kvæði hans: »Man eg þig mey«
o. s. frv. og »Ferðalok«, eru með fegurstu ástakvæð-
um, sem orkt hafa verið á vora tungu og þó víðar
sé leitað. — En öll hin »lærðu« skáldin okkar á þessari
viðreisnaröld íslenzkrar Ijóðagerðar eru frekar skynræn en
sálræn í ástaljóðum sínum, sum enda mjög svo frumstæð
og holdræn, og það enda þótt sálrænum glömpum bregði
fyrir hér og þar. Á þetta jafnvel við um stórskáldin okkar
Bjarna Thorarensen, Matthías Jochumson og Steingrím
Thorsteinsson. Og getur nú hver og einn athugað ástaljóð
vor út frá því sjónarmiði, að þrír séu höfuðþættir ást-
kenndar og misjafnlega blandaðir víðast hvar.
í ástaljóðum standa alþýðuskáld vor eiginlega ekki að
baki Iærðu skáldunum. Hvar getur meiri innileik en í ljóð-
um Páls Ólafssonar til konu sinnar. Og hvar getur róttæk-
ari skilning á því andræna orkumegini, sem ástin — sál-
rsen ást — fær vakið en í þessum hendingum úr Ijóði Guðm.
Friðjónssonar til konu sinnar: »Sól og andrúm, haf og
himinn hefir þú verið anda minum«.
Þá eru skáldkonurnar okkar — þær teljast nú enn flest-
ar ef ekki allar til alþýðuskáldanna, svipar til þeirra hvað
innileik í ástkenndum viðvíkur. — Mest ber á tryggðinni
— og vonbrigðunum í ástaljóðum þeirra. Allir þekkja vís-
una hennar Vatnsenda-Rósu: »Þó að kali heitur hver«
o. s. frv. — En satt er bezt að segja — engin íslenzk
skáldkona hefir enn orkt — nei, birt á prenti, því þær liggja
°ft á því bezta eins og ormur á gulli — ástaljóð, sem
jafnist á við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar.
Þessi sárfáu dæmi verða að nægja. Við íslendingar
erum frumstæð menningarþjóð, eins og germönsku þjóð-
irnar yfirleitt, og því er varla von að ástin sé yfirleitt enn
hjá okkur hafin á hið hæsta stig sálrænnar kenndar. En
þegar vér lítum til latneska þjóðflokksins, finnum vér, og
það endur fyrir löngu, tvö heimsfræg dæmi sálrænnar ást-