Skírnir - 01.01.1933, Page 36
30 Undirrót og eðli ástarinnar. [Skírnir
ar hjá körlum — ástar, sem gaf þeim andrænt skapan-
megin til þess að rita heimsfræg verk, sem hvert manns-
barnið þekkir, um hinn latneska heim og allir mennta-
menn um víða veröld. Ég á við Dante Alighiere (1265-
—1321, sem talinn er faðir ítölsku skáldlistarinnar. Reit hann
fræg ástaljóð til ástmeyjar sinnar, Beatrice — sem hon-
um þó aldrei auðnaðist að njóta, og sömuleiðis hið heims-
fræga rit „Divina Comedia“. — Hinn er Petrarca (1304
—1374). Eru sonnettur hans til Láru enn einhver hin feg-
urstu sálræn ástarljóð. Unni hann henni æfilangt, enda
þótt hún væri öðrum gefin og þau nytust aldrei.
Fleiri dæmi mætti telja, en þetta nægir til þess að
sýna, að eðli sálrænnar ástar er svo orkuþrungið, að það
er réttnefnt andrœnt skapanmegin, og það jafnt hjá körl-
um og konum, skal ég nefna til dæmis ensku skáld^
konuna Elízabeth Browning. Hefir hún orkt flokk ásta-
ljóða til manns síns, og eru ljóð þessi svo innileg og
sálræn, að engin ástaljóð þykja jafnast á við þau í hin-
um enskumælandi heimi. Hér, hjá þessum þrem skáld-
um, kom skapanmegin þetta fram sem andræn list-orka~
En nú eru fæstir þeim gáfum gæddir, að geta notfært sér
skapanmegin sálrænnar ástar til þess að inna af höndum
heimsfræg listaverk. Allur fjöldinn verður að láta sér lynda
að lifa kyrlátu hversdagslífi, enda þótt þeim sé ef til vill
sú guðs náðargjöf veitt að geta öðlazt sálræna ást. — Og.
hvernig er þá slikum mönnum unnt að beita þeirri and-
rænu orku, sem ástin vekur þeim?
Ýmsar tilraunir hafa sýnt það og sannað, að magn-
hrif frjókerfis og fjarhrif þess á eigin likamskerfi vor eru
áhrifamest gagnvart þeim líkamshlutum, sem enn eru eigi
fullþroska — sem enn eru það sem kalla mætti hrifnœmt
verðandi. Og þá.er aðallega um tvennt að ræða, nefnilega
sjálfan heilann, og þá aðallega vitkerfi heilans, — og sjálft
fóstrið, sem er að þróast í móðurlífi. — Og þar komum
vér að höfuðmarkmiði því, sem alþjóð manna ætti að geta.
beint ástvakinni orku sinni að.
Áður en ég sný mér að því, að gera grein fyrir þeim-
merkilegu möguleikum, sem alþjóð manna hefir til þess að>