Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 38
32
Undirrót og eöli ástarinnar.
[Skírnir
Áhrif þessi manna á milli stafa nú ekki eingöngu frá
geislanmagni frjókerfis. Vér vitum nú, að sérhvert starfs-
kerfi er sérhæft að efnafari og gerð — bæði þá er um
líkamskerfi, skynkerfi og vitkerfi er að ræða. En um leið
er og enginn vafi á því, að einstaklingseðli vort er háð
sérstæðu efnafari og sérhæfri frumugerð, þótt í smáum mæli
sé. Og eru þá allar líkur til þess, að engir tveir menn
sendi frá sér algerlega samkynja og sameðla geislanmegin.
— En sérhvert kerfi hlýtur að framleiða sína sérhœfðu
geislategund — og með sinu einstaklingseðli. En á hinn
bóginn leiðir af þessu tvennt í senn. í fyrsta lagi eiga
aðeins samstœð kerfi hjá tveim eða fleiri persónum
geislanhrif hvort gagnvart öðru. Og í öðru lagi fer það
eftir eðli og ásigkomulagi geislanna, hvort lífstörf kerfis-
ins örvast eða hindrast fyrir áhrif þeirra. En undir þessu
er það komið, hvort persónan, sú, er geislarnir stafa frá,
vekur oss samúð eða andúð. Og því sterkari sem geislan-
hrifin verða í hvora áttina um sig, því sterkari verður sam-
úðin eða andúðin.
Enn er og þess að gæta, að vart er unnt að hugsa
sér, að áhrif allra kerfisgeislana milli tveggja persóna séu
svo samstillt, að hvergi komi fram ósamræmi. Verður þá
úr altcek samúð, ef slík er samstillingin, að örvan lífstarfa
allra leiði af geislanhrifunum — og það á báða bóga. —
Altœk andúð, ef hindran lífstarfanna stafar af geislanhrifun-
um. Samúð öðrum megin, andúð hinum megin, ef and-
stæð eru geislanhrifin o. s. frv. Og samúð að vissu leyti
— andúð, eða þá vanúð, að öðru leyti, ef geislan sumra
lcerfa hefir örvandi áhrif, annara lamandi manna á milli-
Eigi eru öll starfskerfi jafnvíg, þá er um slíka geislan-
virkjan er að ræða. — Virðist sem meltingarkerfið eigi hér
mjög lágan sess. — Er það og enda frumstæðast allra kerfa og
fátækt að magnkirtlum. Um hreyfikerfið vitum vér, að þar get-
ur lögmálið um valmegin og uirkjanþrótt skynjana og hugs-
ana (sjá bls. 40) stuðlað að því að skapa samrœmi í lát-
bragði, í svipbrigðum, í líkamstilburðum, ef sú hin ósjálfráða
samúð er fyrir hendi, sem á innstu rót sína í því samræmi