Skírnir - 01.01.1933, Side 39
■'Skírnir)
Undirrót og eðli ástarinnar.
33
efnafars innan vébanda þessara kerfa hjá tveimur persón-
um, er geri það að verkum, að geislanmegin kerfanna sé
samstillt á þann hátt, að úr verði örvan og orkuvaki báð-
um þeim persónum, er hlut eiga að máli. Nokkrir magn-
kirtlar eru háðir hreyfikerfi, en eigi hafa þeir jafn altæka
orku til að bera og magnkirtlar frjókerfis.
Þá gefur og að skilja, að skynkerfi vor, einkum sjón,
heyrn og lykt eiga allmikinn þátt að máli um það,
hvort einhver persóna fellur oss vel eða illa í geð. En
þegar til skynjana kemur, þá er geislanmeginið orðið bundið
sjálfum heilakerfunum, og dómgreind vor er þá og á verði.
'Gerir hún oss rökstudda grein fyrir áhrifum þeim, er skynj-
anir vorar segja oss til um, og ber sá dómur, er vér kveð-
um upp um áhrifin fyrir vitháða matning, þann dóm ofur-
liði, er ósjálfráð skynjan geislamegins, frá þeim sem hlut
■á að máli, kann að hafa á oss. Verður þá samúðin eða
andúðin, sú er geislanmeginið, geislanhrifin, vekja oss, skyn-
háð eða öllu heldur vitháð að meira eða minna leyti. En
hversu oft ber það eigi við, að hið ósjálfráða geislanmegin,
hin ósjálfráðu fjarhrif þessa megins, segi oss öðruvísi til
um eðli og innræti einhverrar persónu en sjálf skynvit
vor og dómgreind. — Kemur þá fram í oss annaðhvort
samúð eða andúð, sem oss sjálfum getur fundizt algerlega
órökstudd — andstæð allri heilbrigðri skynsemi, á hvorn
veginn sem hún er. — Við ber það og, að slík samúð
eða andúð vakni hjá oss í fyrsta skipti, er vér kynnumst
einhverjum — og venjulegast, ef ekki ætíð, er þá og um
þær andstœður skapgerðar að ræða — eða þá samstilling
skapgerðar, að nánari viðkynning gerir eigi annað að verk-
um en að rótfesta hin fyrstu áhrif, en þess virðast allar
hkur, að efnafar líkamans og skapgerð mannsins standi í
nánu orsakasambandi.
Nú hefir sú orðið reyndin á um magna frjókerfis, að
orka þeirra á tveim aðalstörfum að gegna og verða önnur
störfin fyrir áhrif innan vébanda sjálfs frjókerfis, hin fyrir
fjarhrif innan vébanda sjálfs likamans. Hið frumstæða
■sarnúðarmegin magna þessara hefir sjálfa frjóframleiðsluna
3