Skírnir - 01.01.1933, Page 40
34
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skirnir
að verksviði. En hið skynháða og vitháða samúðarmegin
hinna sömu magna hefir allar hinar skynháðu og vitháðu
eigindir líkamans að verksviði. Á þetta jafnt við um karla
og konur. Ennfremur hefir raun borið vitni um, að þessar
tvær tegundir starfsviða vega salt. Það er að segja: því
meiri frumstæð orka sem nýtist til frjóframleiðslu, þvr
minni skynháð og vitháð orka verður afgangs til myndanay
þroska og viðhalds þeirra eiginda, innan vébanda manns-
líkamans, er frá þessari orku eiga rót sína að rekja.
Frjókerfið er því, fyrir orku magnkirtla sinna, hið eina
kerfi, sem hefir mikil og margvísleg fjarhrif — geislan-
hrif — innan vébanda líkamans. En vitum við nokkuð’
ákveðið um fjarhrif eða geislanhrif milli tveggja frjókerfa,.
milli tveggja einstaklinga? Áhrif, er hljóti að stafa frá
sjálfu frjókerfinu, sjálfum magnkirtlum þessa kerfis?
Tilraunir hafa verið gerðar á rottum til þess að rann-
saka hvort slík fjarhrif milli frjókerfa ættu sér stað. Starfs-
hvöt, eðlishvöt frjókerfis, er háð starfsþáttum þessa kerfis,
á sama hátt og hreyfihvötin, starfshvöt og eðlishvöt hreyfi-
kerfis, er háð þeim starfsþáttum, er mynda hreyfikerfið^
En eðlishvötin gerir vart við sig í vitund manna og mál-
leysingja sem sérhæfð starfshvöt í sérstæðar áttir. Væri
nú t. d. ungri kvenrottu hleypt inn til karlrottu, þá kom
eðlishvöt frjókerfis þegar í ljós hjá karlrottunni. En væri
gamalli kvenrottu hleypt inn — svo gamalli, að magnar
frjókerfis væru þornaðir, eða ungri kvenrottu, sem frjó-
kerfið hafði verið skorið úr — þá hafði slíkt engin áhrif
á karlrottuna. — Eðlishvöt frjókerfis vaknaði eigi til starfa. —
Og sama varð uppi á teningnum með kvenrottur, ef um
of gamla eða vanaða karlrottu var að ræða gagnvart þeim.
Gerði hinn frægi austurikski lífeðlisfræðingur Steinach til-
raunir þessar fyrstur manna. En síðan hafa ýmsir endur-
tekið þær, t. d. hinn frægi danski læknir og lífeðlisfræð-
ingur, dr. Knud Sand, og árangurinn ávallt orðið hinn sami.
Þessar og þvílíkar tilraunir leiddu ótvírætt í ljós, að
frjókerfið sé gætt tvennskonar fjarhrífum, tvennskonar
geislanhrifum — bæði gagnvart eigin likama og gagnvart