Skírnir - 01.01.1933, Page 41
Skirnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
35
frjókerfi einstaklinga sömu tegundar. En þó kemur hér hið
einkennilega atriði til greina, að fjarhrifin einstaklinga á
milli verða aðeins milli karlvera og kvenveru, ef um eðli-
lega magna frjókerfa báðum megin er að ræða. Hafa
tilraunir sýnt, að áhrifin — fjarhrifin, eru algerlega tengd
magnkirtlunum, því séu frjókirtlar kvenrottu græddir á
vanaða karlrottu, fær hún kveneðli að þessu leyti, og hefir
sömu fjarhrif á karlrottu og ung kvenrotta. Og samskonar
eðlisbreyting verður á kvenrottu, ef frjókirtlar karlrottu
eru á hana græddir og hennar eigin burt numdir. En séu
frjókirtlar kvenrottu eða karlrottu kyrrir látnir og andstæðir
frjókirtlar ágræddir, verður úr tvíkynja rotta, með tvenn-
um eðlishvötum að öllu því leyti, er frjókerfi viðvíkur.
Eftir að þetta hafði verið leitt í ljós fyrir endurteknar
tilraunir, skildist læknum og lífeðlisfræðingum loks, hversu
það má verða, að ásthneigðir manna geti snúizt á óeðli-
legan hátt — karlar hneigzt að körlum og konur að kon-
um. En slíkt verður fyrir þá sök, að kvenmagnar þroskast
að meira eða minna leyti í frjókirtlum karla og karlmagnar
að einhverju leyti í frjókirtlum kvenna. En frumstæðustu
drög beggja frjókerfa finnast enn, að minnsta kosti með
fóstrum hjá öllum spendýrum. Þroskast aðeins annað kerf-
ið — karl eða kvenkerfi — til hlítar, hitt úrholdgast að
miklu leyti. Og enda sem betur fer sjaldgæft, að nokkurt
ólag sé á þroska sjálfra magnkirtlanna.
Sú hefir því orðið raunin á, að hin frumstæðasta tilfinn-
ing ástar er algerlega háð magnkirtlum frjókerfis. En ýms-
ur tilraunir hafa borið vitni um það, eins og ég tók fram
áðan, að geislanmegin frjókerfis og fjarhrif þess innan vé-
banda eigin líkama eru magnmest gagnvart þeim líkams-
hlutum, sem enn eru eigi fullþroska, sem enn eru hrif-
nœmt verðandi, og er þá einkum um tvennt að ræða,
nefnilega sjálfan heilann og sjálft föstrið, er þróast í
móðurlífi.
Nú er sá höfuðmunur milli eðlishvatar þeirrar, tímg-
unarhvatarinnar, sem eingöngu er háð sjálfum hinum líkam-
legu starfsþáttum frjókerfis, og ég hef talið hið frum-
3*