Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 42
36
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skirnir
stæðasta stig ástarinnar, og hinum tveim þáttum hennar,
hinní skynrænu og sálrænu ást, að frumstigið, hin hold-
ræna ást, eða sjálf tímgunarhvötin er frumstœð, fáþœtt og
óandræn með öllu, þegar hún ekki er blandin hinum þátt-
um ástarinnar. En bæði hin skynræna ást, og þó einkum
og sérílagi hin sálrœna ást eru fjölþættar kenndir, og enda
tengdar göfugustu starfskerfum heilans, og því bæði rót-
tækar og magnmiklar á ýmsa lund.
Heili vor manna virðist sem sagt vera næmari gagn-
vart fjarhrifum og geislanmegini magnkirtla heldur en
líkaminn yfirleitt. í heila vorum fer enn þá fram úrholdgan
fruma og iholdgan. Þar starfar hið skynháða og vit-
háða samúðarmegin, hið skynháða og vitháða skapanmegin
enn á öllum sviðum. Og má leiða líkur til þess, að
orka frjókerfis eigi hvað mestan þáttinn í þessu skapan-
megini. Eru sjálfir magnkirtlar frjókerfis taugum tengd-
ir við heilann — eins og reyndar allir magnkirtlar
líkamans. En afleiðingarnar af sambandi heilans við sjálfa
magnkirtla frjókerfis hljóta að vera þeim mun meiri og
víðtækari, sem þessir kirtlar eru öðrum magnkirtlum orku-
meiri. Virðist því lítill sem enginn vafi leika á því, að
heilasvið þau, er magnar frjókerfis eru taugum tengdir,
hljóti að vera einskonar magnþrungnir meginþættir innan
vébanda heilans — og á ég þá einkum og sér í lagi við
mannsheilann — kvenna jafnt og karla. Og frá þessari
aflstöð, þessari miðstöð hins skgnháða og vitháða skapan-
megins hljóta svo að beinast geislanhrif, fjarhrif, í allar
áttir bæði inn á við og út á við.
Þetta er í fullu samræmi við það, sem vér vitum um
orkuvaka frjófkerfis og eðli mannsheilans. Og af þessu
leiðir þá það, að það hlýtur einmitt að vera þessi magn-
þrungna aflstöð mannsheilans, sem virkjast fyrir geislan-
hrif frá samskonar magnþrunginni aflstöð — en frá and-
stæðu kyni — þá er sú hin altæka kennd vaknar, sem vér
nefnum ást — sálræna ást. — Og styrkleiki ásiarinnar
hlýtur að vera undir tvennu kominn. Fyrst og fremst und-
ir því, hve orkumikil virkjanin er, hve mjög hún eykur og
eflir virkjanþrótt þann gagnvart eigin sjálfi og skapan-