Skírnir - 01.01.1933, Page 43
Skírnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
37
megin það, gagnvart eigin líkama i heild sinni og eigin
gáfum, sem þessi aflstöð heila vors er gædd. Og í öðru
lagi undir því, hve mikið samrœmi við sjálfa oss er í
hinni ósjálfráðu og skgnháðu samúðarvirkjan, er nemur
oss frá þeim, sem ástkenndina vekur. — Sé algert sam-
ræmi, séu allar virkjantegundirnar þann veg, að þær örvi
lifsstörf þess, er virkjast — þá er eigi um neina misklíð að
rœða. En séu sumar hinna ósjálfráðu virkjana örvandi,
aðrar deyfandi eða jafnvel lamandi, þá getur ástvirkjanin
aldrei borið þær svo ofurliði, að eigi skapist fyr eða síðar
ösamræmi og misklíð.
Sé þetta rétt ályktað, þá hlýtur tvennt að leiða af
því. í fyrsta lagi það, að mönnum sé alls eigi sjálfrátt
um það, hvort þeir verði ástfangnir eða eígi. Enda
viðukenna jafnt lærðir sem leikir, að þessu sé þann veg
farið. Og i öðru lagi það, að þá aðeins, er vér finnum oss
ósjálfrátt aukast ásmegin og atorku á því nær öllum svið-
um, þá aðeins getum vér vitað með vissu, að um magna-
virkjan, um verulega ást, sé að rceða. Og er það kunnara
en frá þurfi að segja, að skáld og heimspekingar eru á eitt
sáttir um að telja slíkan ósjálfráðan orkuauka ótvirœtt
einkenni ástar. Skal ég hér aðeins aftur minna á speking-
inn franska Pascal, sem sagði: »Ástin gerir mann djúpúðgan
enda þótt maður aldrei hafi verið það áður«.
Þessi tilfinning eigin þróttauka, þessi magnvirkjan,
stafar nú aðallega frá því, að sjálft það heilasvið, sem er
taugum tengt við magnkirtla frjókerfis, eflist að starfs-
þrótti, er geislanmegin, eða fjarhrif, hins samstæða og
samstillta magnasviðs annarar persónu nemur það. En af
virkjan þessari leiðir tvennt í senn. Sjálft hið virkjaða heila-
svið verður í fyrsta lagi þrungið orku, svo lífsstörf þess
fara fram með auknum hraða og léttleik, og í öðru lagi
beinir skynjan vor og hugsanir ósjálfrátt hinni auknu
magnaorku í þœr áttir, er vér fyrir þekking höfum náð
starfstökum á. Það er að segja að þeim starfsþáttum
heilans, er stjórna störfum vorum, hver svo sem þau eru.
Er þá skiljanlegt, að sú kennd vakni í hug þess, er verð-