Skírnir - 01.01.1933, Page 45
Skirnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
39
andræn svið, sem ástfanginn maður, karl eða kona, á í
eigin heila, því meira virði verður ástvirkjanin honuin, því
meir eykur hún sálrænt gildi hans og sálarþroska. Því,
eins og tekið er fram hér að ofan, er sjálfur mannsheil-
inn hið eina lífœri, sem þcer nýmyndanir fara fram í, sem
gert hafa manninn að manni. Og er hinn skynháði og vit-
háði atbeini orkumegins frjókerfis hér frekar öllu öðru að
verki. En orkumegin þetta eykst og magnast fyrir ást-
virkjan og einkum og sér í lagi þó hjá þeim mönnum
— körlum og konum, — sem eiga svo að segja opnaðar
■sálrœnar þroskaleiðir, þá er þeir verða fyrir ásthrifunum.
* *
*
-----Og nú komum vér loks að því, að sýna fram á,
hvernig alþjóð manna hefir möguleika til þess að gera
skapanmegin sálrænnar ástar arðberandi gagnvart kom-
andi kynslóðum, á þann hátt að beita því vitandi vits
gagnvart eigin afkvæmi, meðan það er að þroskast í
móðurlífi.
Tilraunir og rannsóknir lífeðlisfræðinga hafa sýnt og
sannað það að konan á þrjá magna, þrenna magnkirtla,
i frjókerfi sínu og er einn þeirra nefndur móðurmagni.
En við hann er sjálf móðurástin tengd, á svipaðan hátt
og sjálf ástin er tengd öllum þessum þremur magn-
kirtlum í senn. En af þessu leiðir yfirleitt það, að ást
kvenna er fjölþœttari en ást karla og ennfremur venjuleg-
ast rótgrónari og sálrœnni. Er þetta og eðlilegt og skiljan-
legt, er vér athugum það, að hin sálrænasta allra eðlis-
hvata, móðurhvötin, er konunni í blóðið borin og í brjóst
lagin fyrir móðurmagna hennar — og það hvort sem hún
'eignast afkvæmi eða ekki. — En móðurmagni þessi virkj-
ast eigi síður en hinir tveir magnkirtlarnir, þá er konan
verður ástfangin, og vaknar þá enda oft móðurþráin í
brjósti konunnar samtímis sjálfri ástinni.
Ýmsar tilraunir hafa sýnt og sannað, að móðurmagni
konunnar er orkulind sú, sem fóstrið á vöxt og viðgang
að þakka í móðurlífi. Er og enda magni sá einn um hit-
una allan fyrri helming meðgöngutímans, og enda lengur