Skírnir - 01.01.1933, Page 46
40
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skírnir
og þá margfallt stærri en ella. Er því eigi fjarri sanni að'
ætla, að áhrif magna þessa á fóstrið og þroska þess geti
orðið mismunandi, eftir því hvort magninn er aukinn fyrir
ástvirkjan frá föður barnsins eða eigi. En fóstrið er eins
og ég tók fram áður, auk heilans, hið eina hrifnœma verð-
andi, sem skynháð og vitháð samúðarmegin eða skapan-
megin getur beint orku frjókerfis að.
Það er í samrœmi við lögmálið um valmegin og
virkjanþrótt skynjana og hugsana, að álykta, að móðirin
ætti að geta haft eigi all-lítil áhrif á fóstur sitt. Og þau
áhrif ættu að verða þeim mun meiri sem orkumegin
rnagnkirtla, og hin áðurnefnda magnþrungna aflstöð heilans,.
er auknara fyrir ástvirkjan, fyrir geislanhrif, frá öðrum
magna, frá annari aflstöð, þ. e. a. s. fyrir ást á föðurnum.
Og þeim mun minni ættu þessi áhrif á eigið fóstur
að verða, því minni sem ástvirkjanin er, því meira sem
orkumegin magnkirtla frjókerfis hjá konunni er vanmegnað-
eða Iamað fyrir ósamrœmi eða jafnvel fyrir andúð eða
óbeit, er hún kann að hafa á föðurnum að barni sínu.
Ég verð hér að gera örstutta grein fyrir þessu ein-
kennilega og róttæka lögmáli, sem ég nefndi hér, nefni-
lega lögmálinu um valmegin og virkjanþrótt skynjana og
hugsana á lífsstörfin. Það var hinn frægi rússneski lífeðlis-
fræðingur Pavlow og lærisveinar hans, sem fyrstir allra
uppgötvuðu lögmál þetta — og þó aðeins fyrir meltingar-
kerfið. Enda var það eina starfskerfið, sem Pavlow rann-
sakaði viðvíkjandi störfum þess. Komst Pavlow fyrst að'
virkjanþrótti skynjana á lífstörfin á þann hátt, að hann
uppgötvaði að viðeigandi meltingarvökvar streymdu frain
bæði úr meltingarkirtlum munns og maga hjá tilrauna-
hundi, ef honum aðeins var sýndur matur, sem honum
þótti lostæti. Hér virkjaði því sjónskynjanin hina viðeig-
andi starfsþætti meltingarkerfis. Og á sarna hátt tókst
Pavlow að uppgötva, að allar þær skynjanir hundsins, sem
unnt var að setja í samband við vitund hans um sérstak-
ar fæðutegundir, gátu virkjað viðeigandi starfsþætti melt-
ingarkerfis og framleitt þá meltingarvökva, þá leysira, sem