Skírnir - 01.01.1933, Síða 47
Skirnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
41
einmitt áttu við fæðutegundina og gátu melt hana. Kom
þvi hér ótvírætt fram bæði valmegin og virkjanþróttur
skynjananna gagnvart lífsstarfi því, sem meltingin er, enda
þótt hundinum sjálfum væri þetta ósjálfrátt — og hann
hefði enga vitund um þessi áhrif skynjana sinna á sin
eigin lífsstörf. Það höfum við mennirnir ekki heldur, og
gildir þó lögmál þetta fyrir okkar engu siður en fyrir
hundinn — og fyrir allar lífverur yfirleitt. Og þegar um
menn er að ræða, þá bætist enn við hugsunin, og hefir
hún enn meiri og róttækari áhrif á lífsstörf vor, en sjálfar
skynjanirnar. Hafa franskir lifeðlisfræðingar rannsakað
munnvatn það, er streymir fram hjá mönnum, ef þeir hugsa
um eitthvert lostæti, og reyndist það jafnan að vera
blandið þeim leysirum, sem við áttu til meltingar lostætinu.
Sama hefir orðið uppi á teningnum, og í ríkulegra mæli
á meltingarvökvum þeim, er streymdu fram úr maga
ýmsra sjúklinga, sem af einhverjum ástæðum urðu að
ganga með magapípu vegna veikinda í vélindi, um skemmri
eða lengri tima, þá er þeir voru látnir hugsa um ýmsar
matartegundir, sem þeim þóttu góðgæti. — þar á mót
streyma engir viðeigandi meltingarvökvar fram, ef hugsað
er um matartegundir, sem manni þykja slæmar. Og sýnir
þetta ljóslega, að bragðið — ljúffengið — segir til um
meltingarþróttinn. En um það skal eigi rætt hér. — En
fyrir fjölmargar rannsóknir, sem lífeðlisfræðingar hafa gert
á öðrum starfskerfum, má sýna fram á, að lögmál þetta
um valmegin og virkjanþrótt skgnjana og hugsana er
algilt fyrir öll starfskerfi líkamans, og hef ég rakið rök að
því sumpart í doktorriti mínu og sumpart í áframhalds-
riti af því, sem enn er óprentað.
Þetta var nauðsynlegur útúrdúr, til þess að þá yrði
frekar skiljanlegt en áður, hversu það mætti verða í sam-
rœmi við hin róttœkustu lögmál lifsins, að skynjanir og
hugsanir gætu haft víðtcek cihrif á lifsstörf þau hin ósjálf-
ráðu, sem eru að verki, þá er fóstur þróast í móðurlífi.
Ekki er ýkjalangt síðan mönnum fór að skiljast það á
Norðurlöndum, að bezt væri að unga fólkið réði sér sjálft