Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 48
42
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skirnir
í ástamálum. En í Suðurlöndum helzt sú venja enn þá yfrið
víða, að foreldrar eða forráðamenn ráða giftingum unga
fólksins. Gefast slík hjónabönd stundum vel og stundum
illa. En nú eru læknar farnir að veita því eftirtekt í París,
að konum, er lifa í ástvana hjónabandi, verður barneignin
að öllu leyti örðugri, og börnin sjálf meir að segja van-
burðugri oft og einatt, en hjá þeim konum, sem eiga ást-
um að fagna í hjónabandi sínu. Og er reynsla þessi í sam-
ræmi við það, sem sagt er hér að framan um ástvirkjan
magnkirtla og áhrif hennar.
Fjöldi dæma er til um áhrif skynjana móðurinnar á
fóstur að ýmsu leyti. Og nokkrar konur veit ég um, sem
með stöðugri, eða þó endurtekinni atbeining hugsana, hafa
getað haft áhrif á fóstur sín bæði til fegurðarauka og til
bœttrar skapgerðar. Er því hér mikið og merkilegt verk-
svið fyrir mannfræðinga að koma mæðrum til leiðbeining-
ar um það, hvernig bezt megi haga slíkum áhrifum.
Móðir, sem á altækri ástvirkjan að fagna í hjónabandi
sínu, ætti, að öðru jöfnu, að standa betur að vígi en sú
kona, sem eigi á slíkri hamingju að fagna, með það, að
hafa róttæk áhrif á fóstur sitt. En þó er þess að gæta, að
fyrir hið róttæka og algilda lögmál um valmegin og virkjan-
þrótt skynjana og hugsana á hið hrifnæma verðandi, sem
fóstrið er, þá ættu allar mœður að geta haft meiri eða
minni áhrif í þá átt að móta línur og form fósturs síns,
líkama þess og ásýnd, og það á langt um víðtækari hátt,
en nokkurn hefir enn órað fyrir. Og þá fyrst, er mæðurnar
fara að gera sér Ijóst þetta einkennilega og áhrifamikla
skapanmegin sitt gagnvart eigin fóstri, þá fyrst skiJja þær
til hlítar, hversu veglegt og hversu vandasamt það starf
er, að bera barn í heíminn.
En er það nú nokkurs virði fyrir mannkynið, þó að móð-
irin geti svo að segja mótað línur og drætti fóstursins á
svipaðan hátt og listamaðurinn mótar línur og drætti »fyrir-
myndar« sinnar eða »hugmyndar« i leir þann eða marmara
þann, er hann notar til listaverka sinna?
Ég geri ráð fyrir að svarið verði játandi en eigi neit-