Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 49
Skírnir]
Undirrót og eðli ástarinnur.
43
andi. Flestir munu vera sammála um það, að formfegurð,
á hvaða sviði sem er, sé jafnan nokkurs virði — stundum
mikils virði. Hér við bætist, að þegar um mannsandlit er
að ræða, þá eru vissir drœttir og viss skapgerð að jafnaði
svo nátengt hvað ððru, að oft og einatt er auðvelt að sjá,
hvað í hverjum einum býr af andlitsfallinu einu saman.
Hið skynháða og vitháða samúðarmegin móðurinnar,
hið skynháða og vitháða skapanmegin hennar gagnvart
eigin fóstri, mundi því, ef því væri beitt á réttan hátt, geta
gert tvennt í senn: Það mundi í fyrsta lagi geta stuðlað að
því, að auka formfegurð og friðleik manna að stórum mun.
Og það mundi í öðru lagi geta átt góðan þátt í því, að
móta andlitsdrættina í samræmi við þau andlit, þær fyrir-
myndir, er lífeðlisfræðingar kæmu sér saman um, að svör-
uðu til hinna göfugustu sálrœnu eiginda og til hins œski-
legasta gáfnafars.
Þetta móðurmegin, þetta skynháða og vitháða skapan-
megin mæðra, er hið æðsta og göfugasta samúðarmegin,
sem mannlegri veru er í brjóst borið. Og þá fyrst, er konan
vaknar til vitundar um megin þetta, þá raknar hun úr því
óminnis óviti, sem langra alda kúgun og litilsvirðing hafa
læst henni. Þá fyrst, er mæðrunum lærist að beita þessu
orkumegini, taka þær sér i hendur þróun mannkynsins til
sálar og líkama. Þá fyrst verður konan móðir í fyllstu og
fegurstu merkingu þessa orðs.
En hvað verður þá af feðrunum? Hver verður aðstaða
þeirra gagnvart fyrstu þróunar- og þroskastigum eigin af-
kvæmis? Eiga feðurnir fyrir höndum að missa meira eða
minna af föðurtign sinni? Eiga þeir ef til vill þá læging
fyrir höndum að verða gagnvart móðurinni eitthvað í þá
átt, er móðirin var gagnvart föðurnum fyr á öldum, þegar
hann einn var álitinn orkulind og upphaf fóstursins, en móð-
irin ekki annað en áhrifssnauð gróðrarmoldin?
Á því er engin hætta. Leiðir það beint af því, sem
hér að framan var sagt um ástvirkjan og ástmagnan kon-
unnar, að faðirinn, sjálfur orkuvakinn, sá er ástvirkjanin
stafar frá, er svo ómissandi, að hann einmitt er í senn
upphaf og viðhald þeirrar hinnar auknu magnorku, sem