Skírnir - 01.01.1933, Page 50
44
Undirrót og 'eðli ástarinnar.
[Skirnir
móðurinni er nauðsynleg til þess að geta myndað og mótað
fóstrið sem bezt í ákveðnar áttir. Og fyrir atbeining hins skyn-
háða og vitháða skapanmegins móðurinnar getur faðirinn
gert sínar eigin hugmyndir, sínar eigin fegurðarskynjanir, arð-
berandi og áhrifsvaldandi gagnvart fóstrinu. Og mun eigi
ofmælt að segja, að einmitt sú ást, sú ástvirkjan, sem eig-
inmaðurinn megnar að vekja og viðhalda í brjósti eigin-
konu sinnar, sé sá hinn heilagi eldur, sem gerir henni
kleift að gleyma sjálfri sér nægilega, til þess að beina
öllu skapanmegini sínu að framtíðarborgara þeim, sem hún
ber undir belti.
Og þá fyrst, er feðrunum skilst til hlítar, að fyrir ást-
virkjan sjálfra þeirra gagnvart móðurinni, á hún þetta skyn-
háða og vitháða skapanmegin gagnvart fóstrinu í langtum
meiri mæli en ella, þá fyrst skilst þeim að fullu ábyrgð
sú, er á þeim hvílir gagnvart móðurinni um meðgöngu-
tíma og gagnvart fóstrinu. Og þá fyrst skilst þeim einnig
að fullu, hve veglegt föðurstarfið er, er þeir skilja, að fyrir
móðirina sem millilið geta þeir sjálfir tekið þátt í myndan
forms og skapgerðar eigin afkvæmis.
Og þá loks, ef báðir aðilar, bæði faðir og móðir, gera
sér fyllilega ljósa ábyrgð sína og hið skynháða og vitháða
skapanmegin sitt gagnvart afkvæmi sínu, þá loks ætti að
verða unnt að beina þróun og þroska mannkynsins inn á
sálrænar og friðsælar þroskabrautir.
* *
*
Þetta eru nú í stuttu máli höfuðatriði þau, sem rann-
sóknir lífeðiisfræðinga hafa leitt í ljós viðvikjandi undirrót
og eðli ástarinnar — og höfuðályktanir þær, sem af rann-
sóknum þessum má draga — nefnilega, að ástin sé þríþætt
að uppruna, — verði œ þvi sálrœnni sem menningin í orðs-
ins fyllstu merkingu nær meiri tökum á mönnum, og eigi
í eðli sínu því meira skapanmegin, þvi sálrænni sem hún
verður. Skapanmegin, sem beita má bæði einstaklingnum
til manngildisþroska- og mannvits, og komandi kynslóðum
til aukinnar formfegurðar og til æ vaxandi samræmis í skap-
gerð allri — til andræns og likamlegs þroska og sálgöfgis.