Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 51
Hverjir og hvers vegna?
Eftir Gudbr. Jónsson.
Það munu vera fá hugtök, sem jafn margir menn nefna,
og hugtakið helgur maður og dýrlingur. En jafnframt er
það sannast að segja, að það munu vera fá jafn alkunn
hugtök, sem eru jafn misskilin, eða öllu heldur óskilin af
flestum, nema kaþólskum mönnum og áhangendum biskupa-
kirkjunnar, eins og þetta hugtak. Það er nú að vísu ekki
tilefni þessa máls, að skýra guðfræðilega hátt og eðli dýr-
linga og ákalls þeirra, en það virðist ekki mjög úrleiðis,
að gera hér að minnsta kosti grein fyrir því, hvaða menn
dýrlingar séu, sérstaklega þar sem sá, er þetta ritar, stund-
um hefir heyrt það ofan í jafnvel menntamenn, að dýr-
lingaákallið myndi lítið annað en fjárbrella hinnar kaþósku
kirkju, sem auðvitað engri átt nær.
Dýrlingarnir eru framliðnir menn. — Nú er það kunn-
ugra en frá þurfi að greina, að samkvæmt kenningu allra
kristinna trúarbragða, að undantekinni Kalvínskenning, er
sá tilgangur hérvistar æfi vorrar, að vér með dyggðugu
líferni, góðri breytni og staðfastri trú þessa heims, öðlumst
eilífa sælu annars lífs. Þeir framliðnir menn, sem tekizt
hefir þetta, eru í kaþólskri kristni kallaðir helgir menn og
dýrlingar, og nær heitið jafnt til þeirra, sem þokazt hafa
beina leið úr þessum heimi yfir í sælu annars, sem til
hinna, er fyrir ýmissa misbresta sakir hafa orðið að ganga
undir nokkra písl í hreinsunareldinum, áður en þeir að
fullu færðust yfir í sæluna. Er það trú hinnar kaþólsku
kirkju að þeir menn, sem í fyrri liðnum eru, svo og þeir,