Skírnir - 01.01.1933, Síða 52
46
Hverjir og hvers vegna?
[Skírnir
sem komnir eru úr hreinsunareldinu, muni öðrum frekar
geta lagt jarðneskum mönnum liðsyrði hjá guði. Nú ligg-
ur það í augum uppi, annars vegar, að það sé harla erfitt
að vita nokkuð um afkomu hvers einstaks manns, annars
heims, sem og hins vegar það, að þeim mönnum, sem að
þessari kenningu hallast, sé það mjög áriðandi að vita,
hverjir það séu, sem hlotið hafa eilífa sælu, svo að
þeir kunni á þvi deili, að hverjum hægt sé að snúa sér
annars lifs um stuðning og málafylgi hjá guðdóminum.
Það er því og vonlegt, að kirkjan reyni, eftir því sem föng
eru á, að ganga úr skugga um þetta, og yrði hér oflangt
mál, að lýsa þeim aðferðum og þeirri varkárni, sem hún
beitir í þessum efnum, en niðurstöðunum, sem hún kemst
að um þetta, safnar hún i dýrlingaskrá — svo nefnt
Martyrologium — og eru þar greindir allir þeir, sem hún hefir
ástæðu til að halda, að séu sáluhólpnir orðnir. Hún heimil-
ar ákall og heiðrun þessara framliðnu manna opinberlega
í kirkjunum. Þess ber hér að geta, að dýrlingaskrá þessi er
ekki bindandi fyrir neinn mann, svo að hann sé skyldur
að trúa því, að þeir sem á henni standa séu heilagir;
honum er það í sjálfsvald sett. Þó eru þar tvær undan-
tekningar. Á öðru leitinu er blessuð María móðir guðs,
því að það er beint trúarsetning kaþólskra manna, að hún
sé heilög, og það er jafnframt trú þeirra, að líkami hennar
hafi verið uppnuminn til himna, enda þótt það sé að vísu
ekki beinlínis trúarsetning. Á hinu leitinu eru öll þau börn
skírð, er andazt hafa áður en þau komust til vits eg ára, og
er það beinlínis kenning kirkjunnar, að þau verði öll hólpin
viðstöðulaust, sem og rökrétt er, miðað við skilgreiningu
hennar á því, hvað synd sé. Orðið dýrlingur hefir því
bæði viðtækari merkingu, þar sem það merkir alla menn,
sem hólpnir hafa orðið, hvort sem það er hægt að ganga
úr skugga um það eða ekki, og þrengri merkingu, þar sem
það merkir sérstaklega þá menn, sem kirkjan hefir lýst
yfir, að hún telji heilaga. í heild sinni eru það þeir, sem
hér verða gerðir að umtalsefni.
Nöfn dýrlinganna eru skráð í Martyrologium, og er það