Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 53
Skirnir]
Hverjir og hvers vegna?
47
löggilt helgisiðabók, sem dag hvern er sungin í dómkirkj-
um og öðrum kirkjum, sem hafa tíðasöng á kóri. Sýnist
þetta og hafa verið siður að nokkru leyti hér á landi fyrir
siðaskiftin, þó svo, að það hafi verið lesið á íslenzkri
tungu á hverjum sunnudegi, og þá gefið yfirlit yfir hátíðir
næstu viku, því að á fyrstu síðu í handritinu AM. 687, c.,
4to er formáli fyrir þvi, hvernig þetta skuli gert.
Martyrologium er stór bók, og dýrlingarnir, sem þar
eru skráðir eru margir. Ég hefi að vísu ekki talið þá, en gizka
á, að þar muni vera tilfærðir með nafni um 4700 dýrlingar, og
býst ég ekki við að skakki mjög miklu. Það kann nú ein-
hverjum að sýnast, að kirkjan hafi verið óspör á að taka
menn í dýrlingatölu, en vel að gætt er það öðru nær. Er
þetta afraksturinn eftir rúm 1900 ár, og á þeim tíma hafa lifað
og dáið svo hundruðum miljarða skiftir af kristnum mönn-
um, en miðað við það má kalla töluna furðanlega lága.
Það svarar því, að hér um bil 250 manns hafi verið teknir
i helgra manna tölu á öld, eða til uppjafnaðar 2—3 á ári,
og er það varla í frásögur færandi. Því verður auðvitað
ekki neitað, að svona jafnt skiftist þetta ekki niður í verunni,
heldur hafa hinar fyrri aldir verið miklu örari i þessu efni
en hinar síðari. Er það efalaust, að fullir tveir þriðju hlut-
ar þessara dýrlinga séu tilkomnir á 10 fyrstu öldunum,
enda hefir gætni auðvitað vaxið með aukinni menningu.
Því verður og ekki neitað, að eitthvað muni vera á dýr-
lingaskránni af nöfnum manna, sem aldrei hafa verið til,
og hafa þjóðsögur og önnur munnmæli valdið því, að þeir
hafa lent þangað á tímum, þegar menn kunnu ekki slíkt
að greina. Kirkjan hefir og gert margar atrennur að þvi,
að hreinsa þar til, og nú síðast fyrir örfáum árum.
Það gefur að skilja, að ekki geti allur þessi sægur
dýrlinga hafa verið ákallaður allsstaðar og jafnt, heldur er
það auðvitað svo, að langflestir þessara helgu manna voru
og eru ekki í neinum sérstökum heiðri hafðir, nema á viss-
um stöðum. Það er og, að í þessu efni sem öðrum ræður
tizkan miklu, því að tímamót eru að því, hvaða dýrlinga
menn ákalla, svo að sumir þeir helgir menn, sem mest