Skírnir - 01.01.1933, Side 55
Skirnir]
Hverjir og hvers vegna?
49
um, og veldur því ólikur hugsunarháttur fortíðar og nútíð-
ar. Hina eldri dýrlinga er helzt að ákalla til veraldlegra
þarfa, og sumra ekki merkilegra, en hina yngri flesta til
andlegra þarfa. Kannast þeir, sem lesið hafa jarteinabækur
þeirra Þorláks og Jóns, vel við þær þarfir, er hin fyrri tíð
leitaði undir áraburð dýrlinganna með. En þetta verður að
dæma út frá hugarfari hvers tíma og hvers umhverfis, og
má þá ekki gleyma því, að síðari aldir kunna að finna
sitthvað broslegt í fari vorrar tíðar, sem henni er þó eðli-
legt.
Til er danskt máltæki, og sennilega þó allra þjóða kvik-
indi: »Sig mig hvem du omgaas, og jeg skal sige dig hvem
du er.« Þegar manni verður hugsað til þess dýrlingahrings,
sem einstakir menn eða heilar stéttir eða þjóðir, einstök
héruð eða heil lönd völdu sér til verndar og árnaðar, flýg-
ur manni í hug, að ekki geti tilviljun ein hafa ráðið því,
hverjir það voru. Það sýnist ekki nema sennilegt, að ytri
eða innri þarfir fólksins hafi ráðið því vali, og þá jafnframt
að einhvern fróðleik, annaðhvort um lundarfar eða lifnaðar-
háttu þjóðanna, megi upp úr því hafa, ef maður veit
hvaða dýrlinga þær ákölluðu og hver nytsemi þeirra var.
Það er ekki tilgangur minn hér, að fara að draga neinar
ályktanir af því, sem kunnugt er um dýrlingahring okkar
íslendinga fyrir siðaskiftin, en ég vildi færa fram það sem
mér er kunnugt, enda þótt fleira kunni að mega finna, eins
og alltaf vill verða, og mætti vera að einhver þar til fær
maður kynni að geta dregið af því einhverjar ályktanir, sem
nýtandi væru. En ég skal ekki neita því, að mér finnst ég
geti séð, að það sé samræmi í vali dýrlinganna hér á
landi.
Til grundvallar verður að leggja skrá um þá dýrlinga,
sem kirkjur voru helgaðar hér á landi. Nú þekkja menn
ekki helgun allra íslenzkra kirkna á fyrri öldum, og má
vel vera, að mér hafi skotizt yfir einhverja, en þeim, sem
frekar vildu vita um þetta efni, vísa ég til rits míns »Dóm-
kirkjan á Hólum í Hjaltadak bls. 28—63, sbr. Skírni 1929
bls. 222—37 og 1932 bls. 217—26. En hér set ég stutta
4