Skírnir - 01.01.1933, Page 56
50
Hverjir og hvers vegna?
[Skírnir
skrá yfir þá dýrlinga og tölu kirkna þeirra, er þeim voru
helgaðar, ef fleiri voru en ein, í sviga fyrir aftan nafniðr
því að hún kann eitthvað að sýna um vinsældir þeirra. Ef
eftir þeim tölum er farið, sýnast vinsældirnar hér standast
nokkuð á við vinsældir sömu dýrlinga í allri kirkjunni allt
fram á þennan dag.
Dýrlingarnir, sem kirkjur hér voru helgaðar, voru þess-
ir: María guðs móðir (200), Pétur postuli (73), Ólafur kon-
ungur (72), Þorlákur biskup (56), Nikulás biskup (53), Jón
postuli (28), Jón skírari (27), Andrés postuli (18), Míkael
höfuðengill (15), Tómas erkibiskup (13), Laurentius píslar-
vottur (13), Katrín mær (11), Marteinn biskup (10), Magn-
ús Eyjajarl (9), Stefán frumvottur (7), María Magdalena (7)r
Cecilia mær (6), Blasíus biskup (6), Páll postuli (5), Bar-
lam postuli (4), Jakob postuli eldri (4), Margrét mær (3)r
Agatha mær (3), Anna móðir Maríu (2), Augustinus kirkju-
faðir (2), Clemens páfi (2), Sebastianus píslarvottur (2),
Agnes mær (2), Ambrosius biskup, Barbara mær, Benedikt
ábóti, Cosmas og Damianus píslarvottar, Dominicus píslar-
vottur, Aegidius ábóti, Dionysius píslarvottur, Gallus ábóti,
Germanus píslarvottur, Gervasius og Protasius píslarvott-
ar, Gregorius páfi, Hieronymus kirkjufaðir, Lúkas guðspjalla-
maður, Mauritius og félagar hans, Mattheus postuli, Úrsúla
mey (»ellefu þúsund meyjar«), Lucia mær, Xystus páfi,
Sunnefa píslarvottur, Tómas postuli, Úrbanus páfi, Vincen-
tíus djákni.
Eru þetta 50 dýrlingar talsins, og er þar þó einn inn-
an um — Sunnefa —, sem aldrei mun hafa verið til, enda
er hún nú komin úr dýrlingaskránni. Vafalaust hafa þeir
dýrlingar, sem landsmenn ákölluðu, verið fleiri. Ekki virð-
ist mér þó óhætt að álykta neitt af dagsetningum íslenzkra
bréfa, því að þær munu að jafnaði hafa verið gerðar eftir
almanökum (calendarium), sem fylgdu messubókunum, og
þau almanök slík, sem til eru enn í safni Árna Magnús-
sonar, eru öll með tölu útlend að uppruna, svo að dag-
setningarnar þurfa ekki að hafa haft sérstakan íslenzkan
blæ. Af mannanöfnum þykir mér og varhugavert að ráða