Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 57
Skiruir]
Hverjir og hvers vegna?
51
nokkuð; til þeirra gátu legið margvíslegar orsakir, enda
var ekki algengt ■ hér á landi að menn nefndust helgra
manna nöfnum. Hins vegar þykir mér öruggt, að lands-
menn hafi lagt mikið upp úr dýrlingum þeim, sem þeir
höfðu myndir af í kirkjunum, en þeir eru umfram þá, sem
kirkjur voru helgaðar 11 talsins, hafi mér talizt rétt. Eins
Þykir mér fullvíst, að þeir dýrlingar, sem ritaðar hafa ver-
ið af sögur á islenzku eða ortar af drápur, kvæði eða vís-
ur, hvort sem þau eru til enn eða þekkjast nú ekki nema
að nafninu til, muni hafa verið mikilsmetnir og ákallaðir
af landsmönnum, og eru þeir 36 talsins, umfram þá, er
kirkjur voru vígðar eða myndir voru af í kirkjum. Slíkra
sagna og kvæða er sumpart getið í máldögum og öðrum
heimildum, sumpart eru þau til í söfnum enn i dag. Enn-
fremur getur 6 dýrlinga umfram þetta í kristinna laga þætti
Grágásar. Það eru því alls 103 dýrlingar, sem til greina
koma, en af þeim eru 18, sem ég veit ekki til að ákall-
aðir hafi verið til neinna sérstakra bjargráða, og eru þvi í
raun réttri ekki nema 85, sem um er að ræða. Ég set hér
samt skrá yfir alla þessa 103 dýrlinga og þau efni, er gott
þótti að ákalla hvern þeirra um, en messudagar þeirra eru
i svigum aftan við nöfnin. Úr skránni sleppi ég þó öllum
þeim efnum, sem almennt geta ekki komið fyrir á íslandi
°g sérstaklega gátu ekki komið fyrir hér fyrir siðaskiftin.
Aegidius ábóti (1. sept.) var verndari smábarna, smala,
sporasmiða og beiningamanna, og ákalla skyldi hann fyrir
heilsu búfjár og krypplinga, gegn ómildum dómum náung-
ans, angíst, niðurfallssýki, æði, þrumum, þurkum, húsbrun-
um, barnakrampa og hitasótt, og konum er vildu að sér
yrði barns auðið var gott að leita til hans.
Agatha mær (5. febr.) er verndari kvenna, sem hafa
hörn á brjósti og smalastúlkna, en ákalla skyldi hana gegn
þrjóstameinum kvenna, húsbrunum og regni, og fyrir frjáls-
r0eði ættjarðarinnar og frjósemi jarðar.
4*