Skírnir - 01.01.1933, Side 58
52
Hverjir og hvers vegna?
[Skírnir
Agnes mær (21. jan.) er verndari festarfólks, og er
gott að ákalla hana fyrir varðveizlu sveindóms og mey-
dóms.
Albanus prestur (21. júní) er verndari bænda.
Andrés postuli (30. nóv.) er verndari fiskimanna allra,
en sérstaklega þeirra, er á færi veiða; gott er að ákalla
hann í orrustum, gegn hálsmeinum og bakmælgi og fyrir
konur, er vilja að þeim verði barns auðið.
Anna móðir Maríu guðs móður (26. júlí) er verndari
trésmiða og rennismiða, gullsmiða og sjómanna, húsmæðra,
þungaðra kvenna og kvenna, sem eru með barn á brjóstí,
og gott er að heita á hana til rigningar og til þess að
hafa upp á týndum hlutum, gegn fátækt og í öllum al-
mennum vandræðum. Konum, sem barnlausar voru var og
gott að heita á hana.
Anselmus erkibiskup (21. april); ekki er kurmugt að
til hans hafi verið leitað um nein sérstök efni.
Antonius af Padua (13. júní) er verndari manna, sem
á ferðalagi eru, en gott er að ákalla hann fyrir trússahest-
um, til þess að konu verði barns auðið og fæðing verði
létt, til þess að öðlast aftur týnda muni, svo og gegn
skiptapa, djöfulæði og hitasótt.
Ambrosius kirkjufaðir (4. og 5. apríl og 7. dec.); gott
er að ákalla hann fyrir búfé.
Augustinus kirkjufaðir (28. ágúst); hann er verndari
þeirra er guðfræði iðka, svo og prentara.
Barbara mey (4. dec.) er verndari húsasmiða, trésmiða,
gullsmiða og vopnasmiða, karla og kvenna, er við elda-
mennsku fást, unglingsstúlkna og giftra kvenna, en gott er
að heita á hana gegn þrumum og eldingum, húsbruna og
hættum í striði, svo og gegn bráðum dauða og andláti
án þess að ná prests fundi.
Barlam postuli (24. ágúst) er verndari skóara, og gott
er að heita á hann gegn barnakrampa og allskonar tauga-
sjúkdómum.
Basilius kirkjafaðir (2. jan. og 14. júní); er ekki kunn-
ugt að til hans hafi verið leitað um nein sérstök efni.