Skírnir - 01.01.1933, Side 59
Skírnir]
Hverjir og hvers vegna?
53
Benedikt ábóti (21. marz); gott er að heita á hann
gegn galdri, eiturbyrlan, hitasót, heimakomu, bólgu og
vogrísi, og fyrir mönnum í orrustu og í andarslitrunum.
Blasius biskup (3. febr.) er verndari nautasmala og
svínahirða, ullarkembumanna og kvenna, spunamanna og
kvenna og allra tóvinnumanna og kvenna, vefara, skóara,
steinhöggvara og skipasmiða, en gott er að heita á hann
gegn hálsbólgu, kikhósta og allskonar hálskvillum, barka-
drepi og tannpínu, gegn villidýrum og þrumuveðri, og fyrir
veikum börnum, svínum og geitum og öllum búpeningi.
Bonaventura (14. júní); er gott að heita á hann til
oiargs, en einskis, sem hér á landi mátti að gagni koma.
Brictius erkibiskup (13. nóv.); hann var gott að ákalla
gegn bakmælgi, illum öndum og kveisu, svo og fyrir börn-
um, sem seint læra að tala.
Brigit eða Brigida (1. febr.); á hana er gott að heita
gegn fárviðri og slysum, fyrir mæðrum og börnum þeirra
og fyrir öllum búpeningi, en sérstaklega fyrir kúm.
Cecilía mær (25. nóv.) er verndari hljóðfæraleikara og
hljóðfærasmiða.
Christophorus eða Kristófer (25. júlí) er verndari sæ-
fara og sjómanna, ferðamanna á fjallvegum og trésmiða,
en gott er að ákalla hann í sjáfarháska og fyrir börnum,
sem ekki dafna, gegn þrumum og eldingum, hagli og
allskonar slysum, gegn tannpínu, niðurfallssýki og svarta
dauða, djöflum, hallæri og bráðum bana.
Clara mey (12. ágúst); hana er gott að ákalla gegn
augnveiki og stöðugum sótthita.
Clemens páfi (23. nóv.) er verndari ferjumanna og
sjómanna, en gott er að heita á hann gegn skipbroti, fár-
viðri, þrumuveðri og barnasjúkdómum.
Columba ábóti (9. júní); ekki er kunnugt að hann hafi
verið ákallaður af neinu sérstöku tilefni.
Cosmas og Damianus píslarvottar (27. sept.) eru vernd-
arar bartskera og lækna, kviðslitskera (þýzka: Bruch-
schneider, franska: herniaire) og yfirsetukvenna.