Skírnir - 01.01.1933, Side 61
Skírnir]
Hverjir og hvers vegna?
55
arar fólks í heyverkum, en gott er að ákalla þá gegn
blóðfallssótt, náttmigum, barnakrampa, víxlgangi barna og
Ijárpest, svo og fyrir geðveikurn.
Gregorius páfi (12. marz) er verndari söngmanna og
lærðra manna, en gott er að heita á hann gegn gigt og
svarta dauða, svo og fyrir frelsun sálna úr hreinsunareld-
inum. Konum, er óska að þeim verði barns auðið, er og
gott að ákalla hann.
Hallvarður píslarvottur (15. mai, í Noregi 13. maí);
um hann var eins og flesta norræna dýrlinga, að á þá
var heitið til alls, en einskis sérstaklega.
Heimram (Emmeramus) biskup (22. sept.); ekki er mér
kunnugt að á hann hafi verið heitið til neins sérstaks, en
/geng þó að þvi vísu að svo hafi verið, vegna hinna miklu
vinsælda hans um Mið-Evrópu.
Hieronymus kirkjufaðir (30. sept.) er verndari náms-
manna, og gott er að heita á hann við sjóndepru.
Hippolytus píslarvottur (13. ágúst); gott var að ákalla
hann við máttleysi líkams og lima.
Ignatíus píslarvottur (1. febr.); ekki er kunnugt að á
hann hafi verið heitið til neins sérstaklega.
Jacobus yngri, sjá Filippus et Jacobus.
Jakob postuli eldri (25. júlí) er verndari pílagríma, og
•er gott að ákalla hann í orrustum.
Játmundur konungur (20. nóv.); hann er gott að ákalla
fyrir sáluhjálplegum dauða og gegn svarta dauða.
Játvarður konungur (5. jan.); á hann er gott að heita
fyrir kirtlaveikum.
Jón guðspjallamaður (27. dec.) er verndari bókfells-
gerðarmanna, rithöfunda og skrifara, en gott er að ákalia
hann gegn niðurfallssýki, fótaveiki og eiturbyrlun, fyrir
frjósemi jarðar og þvi að góð vinátta haldist.
Jón Hólabiskup (3. marz, 23. april); hann var eins og
jarteinabók hans ber með sér ákallaður um allar þarfir
landsmanna, en ekki sýnist hafa verið heitið á hann um
neitt öðru fremur.
Jón skírari (24. júní) er verndari vefara, hnífasmiða,