Skírnir - 01.01.1933, Side 62
56
Hverjir og hvers vegna?
[Skirnir
sverðasmiða, söðlasmiða, járningamanna, timburmanna og
hvalskurðarmanna, og það er gott að ákalla hann gegn
niðurfallssýki, krampa, æði, yfirliðum, barnasjúkdómum,
vogrísum og angist, hringormi og húðsjúkdómum, höfuð-
verki, gigt og augnveiki, fyrir verkamönnum, lömbum og
allskonar fénaði, svo og fyrir lækningu sára. Konum, sem
vilja að þeim verði barns auðið er, og gott að heita
á hann.
Judas postuli, sjá Simon et Judas.
Juliana mey (16. febr.) er ákölluð gegn svarta dauða
og sóttnæmi.
Justina píslarvottur (26. sept.); ekki er kunnugt að á
hana hafi verið heitið af neinu sérstöku tilefni.
Karlamagnus keisari (28. janúar) er verndari þeirra
kvenna er hey raka.
Katrin píslarvottur (25. nóv.) er verndari unglings-
kvenna, ræðumanna, málara, þeirra, sem á færi veiða,
sverðskriða, spunakvenna, bartskera, vefara, skóara, og
sútara, en gott er að heita á hana gegn tungumeinum og
höfuðverk, svo og fyrir því, að maður mjalti vel og að
Iík drukknaðra manna finnist.
Lambertus biskup (17. sept.) er verndari kviðslitskera,
yfirsetukvenna og verkamanna, en gott er að ákalla hann
við nýrnaveiki.
Laurentius píslarvottur (10. ágúst) er verndari steikara,
eldamanna og kvenna, þvottakvenna og námsmanna, og
er gott að heita á hann við allskonar gigtveiki, brunasár-
um, holdsveiki, kláða í holdi, kýlum og sárum og til að
forðast hreinsunareldinn og völd helvítis.
Leodegarius ábóti (2. okt.); gott er að ákalla hann
gegn augnveiki, djöfulæði og umsátrum djöfulsins.
Lucia mey (13. dec.) er verndari bænda, hestasveina
og skrifara, en gott er að ákalla hana gegn blóðfallssótt,
blóðkreppusótt, hálsveiki, augnveiki, næmum sóttum og
bruna, svo og fyrir verkafólki.
Lúkas guðspjallamaður (18. okt.) er verndari, bartskera
og lækna, málara og myndskera, gullsmiða og bókalýsenda-