Skírnir - 01.01.1933, Side 64
58 Hverjir og hvers vegna? [Skírnir
trésmiða, og gott er að ákalla hann til bjargar ofdrykkju-
mönnum og fyrir óbyrjum.
Mauritius og félagar hans (22. september) eru vernd-
arar allra hermanna, og gott er að heita á þá í orustum,
fyrir veikum börnum, gegn djöfulæði og gigt.
Mikael höfuðengill (8. maí og 25. sept., Mikkjálsmessa)
er verndari sverðsmiða og sverðskriða, rennismiða og mál-
ara, gyllara og bókfellsgerðarmanna, vefara, lóskurðarmanna
og þófara, og gott er að heita á hann til regns og gegn
óþurkum.
Nikulás biskup (6. dec.) er verndari barna, barnakenn-
ara og stúlkna á giftingaraldri. Hann er og verndari há-
seta, skipstjóra, fiskimanna og- allra sæfara, ferjumanna og
.pílagríma, bryggju og brúarsmiða, beykira, spunamanna og
kvenna, vefara og bruggara, en gott er að ákalla hann í
sjávarháska og gegn slysum af völdum vatns, gegn bruna,
þrumuveðri, gigt, þjófum og völdum helvítis, svo og fyrir
lausn fanga og fyrir ranglega dæmdum. Óbyrjum er og
gott að heita á hann.
Ólafur konungur (29. júli, 3. ág.); á hann var heitið
til alls.
Páll postuli (29. júni) er verndari sverðsmiða, en gott
er að heita á hann fyrir heyrnarleysi, regni og frjósemi
jarðar, og gegn krampa og angist.
Pétur postuli (29. júní) er verndari fiskimanna og netja-
gerðarmanna, trésmiða og steinhöggvara, þófara, lóskurðar-
manna og meyja. Gott er að ákalla hann við veiki í fót-
um og leggjum, við djöfulæði og hitasótt, til þess að finna
menn, sem lent hafa í skipreika, og fyrir langlífi foreldra
sinna.
Philippus et Jacobus postular (1. maí); gott er að
heita á þá fyrir höltum og lömuðum, svo og gegn djöf-
ulæði.
Placidus píslarvottur (5. okt.); gott er að heita á hann,
.að Iík drukknaðra finnist.
Remigius erkibiskup (1. okt.) er gott að ákalla móti