Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 65
Skírnir]
Hverjir og hvers vegna?
59
hálsmeinum og freistingum, svo og til þess að öðlast bæn-
hita og guðdómlega vizku.
Rochus játandi (16. ág.) er verndari lækna, bartskera
og steinhöggvara, en gott er að heita á hann gegn svarta
dauða, landfarsóttum og sóttnæmi, veiki í hnjám og fót-
um, veiki í búpeningi og gegn jarðskjálfta.
Sebastianus píslarvottur (20. jan.) er verndari bog-
manna, en gott er að ákalla hann í orustum og gegn van-
trú, svarta dauða, farsóttum, sýki í kvikfé og jarðskjálfta,
svo og fyrir mönnum, sem heyja dauðastríðið.
Seuerinus biskup (10. okt.); hann var gott að ákalla
gegn þjóðarböli og Iangvarandi þurki.
Siluester páfi (31. dec.) er verndari klerka, og gott er
að heita á hann við holdsveiki.
Símon et Júdas postular (28. okt.); á þá var heitið
til margs, en einskis, sem hér á landi mátti að haldi koma.
Sjö brœður píslarvottar (10. júlí); gott var að heita á
:þá, svo karlleggur manns yrði ekki aldauða.
Sjö sofendur, sjá Malchus.
Stefán frumvottur (26. dec.) er verndari steinhöggvara
•og vefara, en gott er að ákalla hann við steinsótt, síðu-
sting og veiki í höfði, svo og fyrir sáluhjálplegu andláti.
'Til heiðurs honum er blessað allt skepnufóður.
Sunnefa (Seljumannamessa 8. júlí, 31. ág.); ekki er
■kunnugt að sá dýrlingur hafi verið ákallaður af neinu sér-
stöku tilefni. Hún er og ekki í Martyrologium, sem ekki
er von, því að likast er að hún hafi aldrei verið til.
Súsanna mey (11. ág.); á hana er heitið gegn þurkum
og til að öðlast regn.
Symphorianus píslarvottur (22. ág.) er verndari náms-
manna, og gott að heita á hann gegn augnveiki og fyrir
veikluðum börnum.
Theodorus píslarvottur (9. nóv.); á hann er gott að
heita gegn skruggum.
Tómas erkibiskup (29. dec.); þó undarlegt megi virð-
•ast um jafn mikilsmetinn dýrling, hefi ég ekki getað fund-