Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 66
60
Hverjir og hvers vegna?
[Skírnir
ið nein rök að því, að hann hafi verið ákallaður af neinu
sérstöku tilefni.
Tómas postuli (21. dec.) er verndari húsasmiða og
steinsmiða.
Urbanus páfi (25. maí); hann er gott að ákalla gegn
plágunni, þrumum og eldingum og hitasótt.
Ursúla mey, ein af svo nefndum 11,000 meyjum (21.
okt.); á hana er gott að heita fyrir góðu gjaforði og fyrir
veikum börnum, til þess að ná prestsfundi á banadægri,
til þess að fá sáluhjálplegan dauða og forðast hreinsunar-
eldinn.
Verónika ekkja (4. febr.) er verndari þeirra manna, er
myndir skrifa. Þess ber að geta, að hún er ekki skráð í
Martyrologium, enda mun hún ekki hafa verið til.
Vincentius pislarvottur (22. jan.) er verndari sjómanna,
og er gott að heita á hann gegn ofviðri og fyrir góðum
afla, svo og gegn innvortis sjúkdómum, aflleysi og lömun,
og ennfremur til þess að ná aftur þýfi.
Vitus píslarvottur (15. júní) er verndari trúða og dans-
manna, og gott er að heita á hann gegn riðu, svefnþyngsl-
um, niðurfallssýki, æði og djöfulæði, svo og fyrir hundum.
Xystus páfi (6. ág.); er ekki kunnugt að á hann hafi
verið heitið til neinna þeirra þarfinda, sem íslendingum
mætti að haldi koma.
Zacharias spámaður (5. nóv.); ekki er kunnugt, að á
hann hafi verið heitið af neinu sérstöku tilefni.
Zita mey (27. april) er verndari þjónustustúlkna.
Þorlákur biskup (20. júlí, 23. dec.); til hans var, eins
og jarteinabók hans ber með sér, Ieitað í allskonar vand-
ræðum, en ekki er kunnugt, að á hann hafi verið heitið
af neinu sérstöku tilefni.
Guðmundar biskups Arasonar kynni hér einhver að
sakna í stað, en honum hefir verið sleppt af því að hann
var aldrei í helgra manna tölu, sbr. rit mitt »Dómkirkjan á
Hólum«, bls. 361 neðanmáls. Samt var heitið á Guðmund
til allskonar bjargráða og með góðum árangri.
Mér sýnist af þessu margt mega ráða, en ef svo skyldi
reynast að það væri ekki, þá ætti það að vera nógu fróð-
legt í sjálfu sér að vita, hvers landsmenn hafa mátt vænta
af þeim helgum mönnum, sem þeir kusu til þess að vernda
sig og sína.