Skírnir - 01.01.1933, Side 73
Skírnir] Samvizka sjávarins. 67
hafið, þá hafði það samvizku. Það hafði hann þráfald-
lega reynt.
Það var ekki hægt að segja annað, en að hafið endur-
gyldi það, sem það tók — á sinn hátt.
Til dæmis þegar það eina ofviðrisnótt sleit lausan
bezta vélbátinn hans og braut hann í spón í Knarravikur-
fjöru. — Vorið eftir varð hann að setja sig í stórskuldir til
að kaupa nýjan. — En svo komu þrjú einstök góðæri hvert
fram af öðru, svo að hann gat borgað bátinn og lagt
dálítið upp.
Jú, sjórinn átti samvizku. Oft var hann örlátur og lét
mikið af mörkum. Og þá var ekki nema sanngjarnt, að
hann krefðist einhverra fórna í staðinn. Hann var alit af
vanur að fiska vel, fyrst á eftir að ólán hafði komið fyrir
hann. — En aldrei hafði hann fiskað annað eins og árið,
eftir að eldri sonur hans drukknaði.
Já, það var ömurlegt að minnast þess. Hann var
aðeins fjórtán ára, drenghnokkinn, og hafið seiddi allan
hug hans til sín. —' Hann hafði einmitt eignazt litla kænu,
sem hann lék sér að sigla á víkinni fyrir framan bæinn,
þegar vindur var hæfilegur.
Hörður var sjálfur á sjó, þegar þetta vildi tíl. Það
var einmitt bjartveðursmorgun eins og nú, en allsnarpur
vindur af austri. Hann kom með bátinn fullan af síld.
— Hafði fiskað ágætlega lengi. — Þegar hann lagðist að
bryggjunni, komu menn berandi með líkið.
En í það skifti var eins og hafinu fyndist það taka
of mikið. Allt sumarið og næsta sumar aflaði hann svo
ótrúlega. Hann drekkhlóð bátinn næstum í hverri ferð,
jafnvel þótt aðrir fengi ekki bein úr sjó. — Það var gróða-
ár fyrir hann á allan hátt, og að lokum hafði hann nær
þvi fyrirgefið hafinu. — Það fékk enginn neitt endurgjalds-
laust hér í lífinu, hvort sem var.
Allar eigur sínar átti hann hafinu að þakka. — Og
það var gott að hafa eitthvað fyrir sig að bera. — Hann
fyrir sitt leyti þarfnaðist ekki mikils, en það var drengur-
inn hans, sem eftir lifði. Hann var svo sólginn í bókalestur
5*