Skírnir - 01.01.1933, Page 74
68
Samvizka sjávarins.
[Skírnir
og þennan lærdóm og allt þess konar. — Hann átti að
verða stúdent, eins og menn kölluðu það, næsta vor. Nú
var hann heima í sumarleyfi. — Drengurinn! — Hörður
formaður hrökk saman við hugsunina. — Auðvitað hafði
eitthvað komið fyrir drenginn — þetta ólán, sem orðið
hafði. Því að eitthvað var það. Hann fann það svo greini-
lega á sér. Ef drengurinn hefði tekið kænuna og farið að
sigla og henni — hvolft! — Þannig fór einmitt um eldra
son hans, og alveg eins og nú hafði hann fundið það á
sér, að eitthvað hafði þá komið fyrir.
»Gvendur!«
»Já, er það formaður?«
»Smyrðu fjandans vélina!«
Væri hafið búið að taka drenginn frá honum, mátti
það gjarna taka allt skranið og hann sjálfan með! Hörður
gamli renndi augunutn heiftúðlega yfir spegilsléttan sjóinn,
sem einmitt nú var svo vingjarnlegur.
— Hann minntist svo vel þeirra daga, þegar litli stúfur-
inn hafði komið til að taka á móti honum í fjörunni. Þá
hljóp hann allt af í íang honum og tók í skegg hans. Svo
bar hann angann á langabaki heim. Og það sem hann hló
og skríkti af fögnuði! Hörður gat ekki varizt brosi, þegar
hann hugsaði til þess. —
Mannþyrpingin stóð í fjörunni, þegar Hörður gamli
renndi inn víkina. Hann stóð sjálfur við stýrið, karlhróið.
Skipshöfnin stóð í einum hnapp frammi á.
Hörður formaður leit hvorki til hægri né vinstri, ekki
heldur upp í fjöruna. Hann starði beint fram og stefndi á
stóra geymsluhúsið sitt.
Allan tímann hafði hann auga á húsinu sínu uppi í
hlíðinni. Það var svo kyrlátt þar í kring. — En niðri í
fjörunni stóð fjöldi manns. — Hann sá það vel, og góðs
viti gat það ekki verið. — Það var gott, að hann var við
öllu versta búinn. Menn skyldu ekki hafa það sér til
ánægju að sjá sorg eða tár á Herði gamla formanni! Hann
ætlaði allténd að vera sá maður.
Nú var báturinn rétt kominn að landi.