Skírnir - 01.01.1933, Page 75
SkirnirJ
Samvizka sjávarins.
69
En — hvar í ósköpunum var bryggjan? Nú veiiti
Hörður því fyrst eftirtekt. — Bryggjan var á bak og burt.
Aðeins nokkrir stólpar stóðu óhaggaðir eftir. Hann gaf
sér ekki tíma til neinna heilabrota um það, því að ofan
frá húsinu kom ungur maður hlaupandi niður í fjöruna.
— Andlitið á Herði gamla varð að einum Ijóma. Hann var
þá bráðlifandi eftir allt saman, biessaður drengurinn!
Pilturinn stóð alvarlegur og dapur í bragði niðri við
flæðarmálið, þegar Hörður stökk í land.
»Bryggjan, pabbi«, kallaði hann, »hún skolaðist burt í
briminu. — Við gátum ekkert gert við því«.
Hörður formaður brosti. Hann þreif svo í öxlina á
syninum með stóru sjómannslúkunum sínum og hristi hann.
»Bryggjan, segir þú drengur minn. Hvern fjandann
erum við að fást um þær fúaspýtur! — En heyrðu mig.
Skrepptu heim, og vittu, hvort þú finnur ekki nokkrar
flöskur af gömlu og góðu brennivíni á fjósloftinu. — Þegar
við höfum losað bátinn, skjótumst við heim og dreypum
á því!«
— Skipshöfnin fékk brátt nóg að starfa. Um dökkleit,
veðurbarin andlit sjómannanna lék brosið, og þeir litu
hróðugir hver til annars. — Sagði ég ekki? — Svona er
Hörður gamli ætíð. Hann er hverjum manni óráðin gáta,
sá karl.
En Hörður formaður stóð íbygginn í fjörunni og brosti.
Hann dró upp tóbaksdósirnar, barði á lokið og fékk sér
vel í nefið. Síðan leit hann hugsandi kringum sig og kom
auga á kænuna, sem lá ósködduð uppi á malarkambinum.
— »Þetta hefðir þú getað fengið lika«, tautaði hann
og kinkaði vingjarnlega kolli til sjávarins, sem lá fyrir
framan hann og blundaði í sólskininu. Síðan hóstaði hann
°g glotti.
»En það verð ég að segja, að þetta skipti varstu
samt sem áður ekki svo ósanngjarn!«
(Ármann Halldórsson þýddi með leyfi höfundar).