Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 77
Skirnir] Sýslumannaæfirnar og íslenzk ættvísi. 71
*en nú á sér stað, þar sem altítt er, jafnvel meðal svo
kallaðra menntamanna, að rekast á menn, sem naumast
vita deili á næstu forfeðrum sínum, afa og ömmu, hvað
þá er lengra líður frá, og meira að segja tala með hálf-
gerðri fyrirlitningu um allt, sem að ættvísi lítur.
Þar sem nú saga þjóðar vorrar er í innsta eðli sínu
persónusaga, og ættvísin er sá meginþáttur persónusagn-
fræðinnar, sem hún getur með engu móti án verið, þá
aetti mönnum að skiljast hve mikil þakkarskuld vor, sem
nú lifum, er við þá menn, sem öld eftir öld hafa iðkað
■ættvísina með þjóð vorri. Þótt þeir ættu sífellt að berjast
við margvislega erfiðleika, sem fæstir nú hafa hugboð
um, en stóðu í sambandi við einangrun þeirra út um
byggðir lands vors og vöntun ýmissa þeirra hjálparmeðala
sem vér eigum svo greiðan aðgang að, — þótt allur aðbúnað-
ur þeirra væri hinn lélegasti vegna húsakynnanna, svo að
þeir yrðu einatt að halda utan um blekglasið með vinstri
hendi, til þess að ekki frysi í því meðan þeir voru að
skrifa með hægri hendinni, þá létu þessir menn ekki hug-
fallast. Áhuginn rak þá áfram og gaf þeim krafta til að
sigrast á erfiðleikunum. Fyrir elju þessara manna og ódrep-
andi þrautseigju eru íslenzk sagnavísindi í mestu þakkar-
skuld við þá. Þjóðarsaga vor hefði vissulega ekki orðið
eins skemmtileg og hún er og lærdómsrík, ef þessara
manna hefði ekki við notið og söguritarar vorir ekki getað
stuðzt við rannsóknir þeirra á sviði ættvísinnar. Því verð-
ur sem sé ekki neitað, að til þess að skilja til hlítar ýmsa
þá sjálfstaklinga, sem fyrir oss verða á sjónarsviði sög-
unnar, verðum vér að þekkja ætt þeirra að einhverju leyti.
Því að enda þótt hver sjálfstaklingur sé að einu leyti al-
gerlega nýtt fyrirbæri, sem hvorki hefir áður birzt né mun
síðar birtast, þá er hann þó ávallt jafnframt framleiðsli
ættar sinnar og endurspeglar á ýmsa vegu eigindir ætt-
feðra sinna. Af þessu leiðir þá og, að enginn þekkir til
blítar sjálfan sig nema hann þekki eitthvað til ættar sinn-
ar, enda var til forna sagt: »sá eldist aumlega, er ekki
þekkir sjálfan sig« (»misere senescit, qui sese nescit«). Og