Skírnir - 01.01.1933, Side 78
72 Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvisi. [Skírnir
að því leyti sem vér ávallt erum að einhverju leyti arf-
takar ættfeðra vorra að einhverju góðu, erum vér í þakkar*-
skuld við þá. Fyrir því verður ræktarleysi við ætt sína
aldrei vottur um göfugt innræti, heldur öllu fremur hið>
gagnstæða og það allt að einu þótt vér eigum ætt vora
að rekja til ógöfugra eða manna, sem stóðu hið ytra neðar-
lega í metorðastiganum. Þetta skildi ísrael til forna (og
hjá ísrael var ættvísin i miklum metum, eins og kunnugt
er). Fyrir því gaf Móse þeim boðorðið: »Heiðra föður
þinn og móður þína, svo þú verðir langlífur í því landi,
sem Jahve, guð þinn, gefur þér«. Þar var það sízt til
fremdar talið að vera ræktarlaus við ætt sína.
Af því, sem hér hefir verið tekið fram, ætti hverjum
hugsandi manni að vera augljóst, hve skylt oss er, sem nú
lifum, að minnast þeirra manna með þakklæti og halda í
heiðri minningu þeirra, sem gerzt hafa forgöngumenn á
sviði ættvísinnar og með rannsóknum sínum unnið kapp-
samlega að því að tengja samtíð sína við fortíðina eins
langt og komizt varð, svo að varla er sá maður til á land-
inu, að ekki megi rekja ætt hans að einhverju leyti. Menn
eins og Ólafur Snóksdalín, Steingrímur biskup Jónsson,
Gísli Konráðsson og Bogi Benediktsson, svo að ég nefni
nokkra hinna helztu fyrri tíðar ættfræðinga, hafa í sannleika
unnið til virðingar og þakklætis alþjóðar fyrir það, hversu þeir
plægðu akur ættvísinnar á sínum tíma og gerðu eftirkom-
endunum hægra um vik að iðka þessa sérgrein íslenzkrar
sagnfræði. Vafalaust má segja um þá alla, að þeir iðkuðu
vísindin vísindanna vegna, en ekki í hagnaðarskyni eða
eigin fremdar, því að þeim hefir naumast nokkuru sinni til
hugar komið, að það, sem þeir voru að færa í letur, yrði
nokkurn tíma almennings eign.
Til skamms tíma var næsta lítið til prentað af þvi
tæi. Þegar Jón Pétursson háyfirdómari fyrstur manna
áræðir að fara að gefa út tímarit, þar sem íslenzkri ætt-
vísi er ætlað rúm svo nokkuru nemi, þá var því sinnt af
mjög fáum. Það var á árunum 1869—73 sem Tímarit Jóns
Péturssonar kom út, fjögur smá hefti (5 til 6 arka), er seld-