Skírnir - 01.01.1933, Page 79
Skirnir] Sýslumannaæfirnar og íslenzk ættvísi. 73
ust á 6 skildinga hver örk eða sem svarar 75 til 100 aur-
um hvert hefti. Rit þetta var svo prýðilega útgefið, sem
vænta mátti af útgefandanum. En þegar út voru komin 4
heftin, treystist útgefandinn ekki til að halda því lengur
áfram vegna kaupendafæðar, sem var svo tilfinnanleg, að
ekki fékkst prentkostnaður borgaður, hvað þá meira. Meiri,
var ekki áhugi almennings á sögulegum fróðleik í þá daga..
Alþingismannaættartölurnar, sem tímarit þetta flutti, og ætt-
artölurnar í Biskupasögum II, er sennilega hið fyrsta beint
settfræðilegs efnis, sem prentað hefir verið hér á landi.
En á síðasta mannsaldri hefir lifnað yfir áhuga manna
á þessum efnum. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður gefur á
árunum 1893 — 96 út hinar afarfróðlegu ættarskrár í sam-
bandi við »íslenzkar ártíðaskrár«, þar sem raktar eru all-
margar hinna nafnkunnustu íslenzku ætta, sumar jafnvel
niður til vorra tíma. Thv. Krabbe verkfræðingur gefur 1913
út Niðjatal ættfeðra sinna í móðurætt, prestanna Þorvald-
ar Böðvarssonar og Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Eftir
Jóhann ættfræðing Kristjánsson kemur út 1915 Niðjatal
Gunnlaugs Briems sýslumanns og Valgerðar konu hans.
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gefur út 1922 »Ættar-
skrá Þórðar hreppsstjóra Sigurðssonar á Fiskilæk«, föður síns.
Pétur Zóphóníasson hagstofuaðstoðarmaður semur og gefur
út »Ættir Skagfirðinga«, mikið verk og fróðlegt. Séra Bjarni
Þorsteinsson á Siglufirði semur og lætur prenta ætt for-
eldra sinna Þorsteins Helgasonar frá Mel og konu hans, og
nú á næstliðnu ári hefir Guðni Jónsson mag. gefið út mik-
ið rit og vandað: »Bergsætt«, þ. e. ætt Bergs frá Bratts-
holti Sturlaugssonar. Loks hefir á síðustu árum orðið
til mikið og stórmerkilegt ættartalnarit, »Ættir Austfirð-
inga« eftir séra Einar próf. Jónsson á Hofi í Vopnafirði,
sem enn er óprentað, en er orðið eign Landsbókasafnsins
eftir lát höfundarins. Sýnir þetta, að enn í dag á ættvísin
sér allmarga vini og þó munu þeir enn fleiri úti um land, .
sem í kyrþey iðka þessa sérgrein íslenzkrar sagnfræði.
Hvað mundi valda þessum vaxandi áhuga manna á
ættvísinni? Mér er skapi næst að setja hann í samband,