Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 82
76 Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvisi. [Skírnir
liggja niðri árum saman, að þau hurfu inn á þagnarinnar
land, svo að tilvera þeirra gleymdist eða menn hættu að
gefa þeim verðskuldaðan gaum. Sem aðra orsök þagnar-
innar um ritverk eins og Sýslumannaæfirnar mætti að'
sjálfsögðu nefna, að áhugi manna á ættvísi og persónu-
sögu hefir hvergi nærri verið jafn almennur og maður
skyldi ætla með þjóð, sem hefir haft orð á sér fyrir að'
vera elskari að sögulegum fræðum en almennt gerist. Þvr
að þótt ættvísin virðist, eins og þegar hefir verið vikið að,
eiga sér ýmsa iðkendur á seinni árum, þá vantar mikið á,
að áhuginn á þessari sérgrein íslenzkrar sagnfræði sé svo»
almennur sem æskilegt væri með jafn bókelskri þjóð ogf
íslendingar eru. Og þetta er þvi tilfinnanlegra — og mér
liggur við að segja öfugra við það, sem ætti að vera —,
sem skilyrði þess að iðka ættvísina hafa margfaldazt við
það, að Þjóðskjalasafnið komst á laggirnar og vér vorurm
þeir lánsmenn, að þetta safn skyldi lenda í höndum manna,
sem með sönnu má segja um, að væru til þess fæddir aó
veita slíkri stofnun forstöðu. Enn mætti tilnefna sem þriðjui
orsök þagnarinnar, sem ríkt hefir um þetta merkilega rit-
verk, að margir hafa drukkið í sig þá óhollu skoðun, að
bók, sem fjallaði jafn mikið um ættartölur og Sýslumanna-
æfirnar gera, hlyti að vera leiðinleg, með því að fátt gætii
verið strembnara og þurrara aflestrar en ættartölur: þær
væru ekkert annað en óendanlegar nafnaþulur og upptaln-
ingar. Þessa hafa Sýslumannaæfirnar verið látnar gjalda af
fjölda manna. En það kynni að sannast hér sem oftar, að
»þeir segja mest af Ólafi kóngi, sem hvorki sáu hann né-
heyrðu«. Allur þorri þeirra manna, sem slíkan dóm hafa á
takteinum, hafa aldrei lagt það á sig að kynna sér þetta
ritverk, heldur »mæla eins og aðrir mæla« að órannsökuðu
máli. Hið sanna í þessu sambandi er sem sé það, að flestir
þeir, sem fara að gefa sig við ættvísi, ánetjast henni svo,
að hún verður þeim Ijúfasta viðfangsefni. Því fer svo fjarri
að þeim leiðist ættvísin, að þeir áður en varir fá mestu
mætur á henni. Þeir uppgötva fljótt, að mikið er af henni
að læra. Því að þótt nafnaraðirnar séu þurrar og strembnar