Skírnir - 01.01.1933, Síða 83
■'Skirnir] Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvísi. 77
í sjálfu sér, þá sýna þær að minnsta kosti ávallt, hvernig
kynslóðir koma og fara, hvernig ættir kvíslast og hvaða
•áhrif ólíkar aðstæður og lífsskilyrði hafa á þrif ættanna og
þróun, hvernig sumar greinar á sama ættstofni vaxa og
‘breiðast út í allar áttir, en aðrar smám saman skrælna upp
og hverfa burt frá stofninum, svo að þeirra sér hvergi stað
framar. En slíkt er ávallt lærdómsríkt hverjum þeim, sem
vill kynnast lifi kynslóðanna og læra af því. Loks munu
þeir og vera til, sem líta svo á, að islenzka sýslumanna-
stéttin hafi ekki verið svo ýkja merkileg, að ástæða sé til
að halda henni á lofti sérstaklega með jafn miklu ritverki.
En einnig þetta er á misskilningi byggt. Að vísu hafa ver-
ið ómerkir menn og ónytjungar innan sýslumannastéttar
■ekki síður en innan annara stétta þjóðfélags vors, og menn-
ingarsöguleg áhrif þeirrar stéttar yfirleitt orðið minni en
sumra annara. En allt að einu getur enginn, sem til þekk-
ir, borið brigður á, að ýmsir sýslumenn hafi á ýmsa vegu,
bæði sem valdamenn og dómarar, komið mikið við sögu,
auk þess sem þeir sem athafnamenn og vegna margvís-
legs höfðingsskapar hafa öðrum fremur orðið áhrifamenn í
héraði sínu. Hér við bætist svo það, að með Sýslumanna-
æfunum er fyllt skarð, sem fyrir var, þegar þær voru samd-
ar. Frá eldri tímum voru til æfisagnasöfn klerklegra em-
bættismanna (bæði biskupa og presta), ennfremur lögsögu-
manna, lögmanna og hirðstjóra, en æfisögur sýslumanna
höfðu persónusagnfræðingar leitt hjá sér. Með Sýslumanna-
æfunum var því unnið þarft verk fyrir íslenzka persónu-
sagnfræði ekki síður en með æfisagna-söfnunum hinum.
Að samning þessa verks skyldi lenda í höndum jafn
sögufróðs mætismanns og Boga Benediktssonar, þar sem
hélzt i hendur annars vegar þetta þrennt: elja, vandvirkni
og nákvæmni, og hins vegar mikil söguþekking samfara
rýnigáfu hins skýra og menntaða manns, verður að teljast
hið mesta happ, og það allt að einu þótt ýmissa smíða-
lýta verði vart hjá honum, sem ekki er neitt tiltökumál,
:þar sem um jafn óplægðan akur var að ræða. En það er
þá lika annað happið frá, að útgáfa þessa yfirgripsmikla