Skírnir - 01.01.1933, Side 84
78 Sýslumannaæfirnar og islenzk æftvísi. [Skímir
ritverks skyldi Ienda fyrst í höndum Jóns háyfirdómara
Péturssonar og síðan og þá aðallega í höndum jafn ágæts
manns og dr. Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar.
Enda þótt ekki sé annað en allt hið bezta að segja um
afskifti Jóns Péturssonar af útgáfu verksins og skylt sé að
halda því á lofti, að hann verður fyrstur til þess að vekja
eftirtekt á stórmikilli þýðingu þessa verks fyrir sögu þjóðar
vorrar í Tímariti sínu og leggur fram síðustu krafta sína
til þess að það gæti komið fyrir almennings sjónir, — þá
verður því aldrei með rökum hrundið, að það, sem dr.
Hannes hefir lagt til Sýslumannaæfanna, hefir gert þær að
því höfuðriti, sem þær áreiðanlega eru, en hefðu aldrei orð-
ið, ef þær hefðu verið prentaðar eins og frumhöfundur
þeirra hafði frá þeim gengið. Dr. Hannesi er það að þakka
fyrst og fremst, að Sýslumannaæfirnar eru orðnar sú gull-
náma persónusögulegs fróðleiks, sem tekur flestu ef ekki:
öllu öðru fram, sem skráð hefir verið þess efnis á vora
tungu, enda er dr. Hannes hvorttveggja i senn ættfróðast-
ur allra manna, er uppi hafa verið hér á landi, og ná-
kunnugastur allra manna öllu, sem varðar íslenzka per-
sónusögu.
Þetta er engan veginn mælt til þess á nokkurn hátt
að draga úr gildi þess starfs, sem Bogi Benediktsson hefir
unnið með samningu ritverks síns í þeirri mynd, sem það
er komið frá hans hendi. Hans brautryðjandastarf er jafn
dýrmætt og lofsvert allt að einu, og án þess hefðum vér
sennilega aldrei eignazt neinar Sýslumannaæfir í líkingu
við þessar. Því að hætt er við, að enginn, ekki einu sinni
sá stórlærði persónusagnfræðingur dr. Hannes, hefði lagt
út í að semja Sýslumannaæfir með því sniði, sem Bogi hefir
gefið þeim. Vér hefðum þá farið varhluta þess marg-
háttaða sögulega fróðleiks, sem þær hafa að geyma, að
ógleymdum þeim drögum til íslenzkrar ættvísi, sem í þeim
felast og megingildi þeirra fyrir síðari tíma stendur i sam-
bandi við eða grundvallast á. Fæstir munu nú renna grun
í, hve mikla fyrirhöfn það hefir kostað Boga að leysa
þetta verk af hendi, draga saman úr öllum áttum þser