Skírnir - 01.01.1933, Page 85
Skirnir] Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvisi. 79
upplýsingar, sem það hefir að geyma, bæði um sýslumenn-
ina sjálfa og niðja þeirra það sem það nær. En hitt er allt
að einu jafn áreiðanlegt, að fyrir vora tíma hefði ritverk
Boga aldrei orðið sú söguleg gersemi sem það er, ef ekki
hefði fortíðin verið tengd við nútímann — og ættirnar sem,
víðast verið raktar áfram niður til vorra tíma.
Það er þetta verk, sem dr. Hannes hefir unnið, og
orkar sizt tvímælis, að við það hefir margfaldazt gildi
ritverks þessa. Dr. Hannes hefir leiðrétt margt það, er mis-
hermt var í handriti Boga, og víða hefir honum tekizt að
greiða úr þýðingarmiklum vafaspurningum um ættir manna,
sem áður var næsta tvísýnt um, og að rekja ættliði, sem
áður voru með öllu ókunnir. Allir, sem eitthvert skyn bera
á slíka hluti, vita hve mikla fyrirhöfn slikt kostar og hve
víðtækar og timafrekar rannsóknir oft og einatt útheimtast
til þess að komast að réttri niðurstöðu. En dr. Hannes.
hefir ekki verið að hlífa sér við slíku. Hvervetna skín fram
eindæma alúð hans og vandvirkni við verk sitt og það,
jafnvel þótt um smávægileg atriði sé að ræða. Fyrir því
er ekki ofmælt, að ritverk Boga hafi Ient í góðum hönd-
um, þar sem dr. Hannes tók að sér að annast útgáfuna
eftir að tengdafaðir hans, Jón háyfirdómari, gat ekki leng-
ur fyrir ellilasleika sakir séð um hana. Þótt Sýslumannaæf-
irnar því séu að stofninum til verk Boga Benediktssonar
og muni lengst af verða við hann kenndar, þá er það, sem
dr. Hannes hefir aukið við verkið, svo mikið að vöxtum,.
að láta mun nærri, að það nemi 2/s hlutum verksins eins
og það nú liggur fyrir prentað. En séu viðaukar Jóns há-
yfirdómara og Jósafats ættfræðings meðtaldir, lætur nærri
uð segja megi, að viðaukarnir nemi fullum helmingi hins
prentaða rits. Og vitanlega er mest um vert það, sem dr..
Hannes hefir lagt til þessara viðauka. Með þeim hefir hann
uiargfaldað gildi Sýslumannaæfanna sem heimildarrits fyrir
ókomna tíma. En það sem hann hefir lagt til ritsins er
þess meira virði, sem áreiðanleiki þess er hafinn yfir allar
grunsemdir. En því veldur sumpart hin viðtæka og djúp-
færna söguþekking dr. Hannesar, en sumpart nákvæmnb