Skírnir - 01.01.1933, Page 88
íslendingar á 16. öld.
Árið 1928 gaf Ríkis- og háskólabókasafnið' í Hamborg'
út gamla íslandslýsingu á latínu: Qualisqunque Descriptia
Islandiae. Nach der Handschrift der Hamburger Staats- und
Universitáts-Bibliothek. Herausgegeben von Fritz Burg. Mit
2 Tafeln. Hamburg 1928, XXVI + 87 bls, 4to. Bókar þess-
arar hefir ekki, svo að eg muni, verið getið hér á landi,
og er hún þó mjög merkilegt rit um land vort og þjóð-
Eins og útgefandinn leiðir skýr rök að í formálanum, getur
varla leikið efi á því, að hér sé komin íslandslýsing sú,
er menn vissu að Sigurður Stefánsson skólameistari hafði
samið, en enginn kunni að segja, hvort enn væri til eða
hvar hún væri þá niður komin. Um Sigurð Stefánsson hafa
meðal annara skrifað Jón prófastur Halldórsson í »Skóla-
meistarasögum« sinum, Þorvaldur Thoroddsen í »Landfræð-
issögunni« og Páll Eggert Ólason i »Mönnum og mennt-
um«, 4. bindi. Segir Páll um hann:
y>Sigurdur rektor Stefánsson (prests í Odda, Gíslasonar
biskups, Jónssonar) var gáfumaður mikill, latínuskáld, söng-
maður og málari. Hann var að námi í Kaupmannahöfn í
háskólanum; nam hann þá og að mála. Hann varð rektor
í Skálholti, er hann kom frá háskólanum, árið 1594; myndi
fæddur um 1570; eigi lifði hann lengi, drukknaði í Brúará
skömmu síðar. Hann samdi íslandslýsing, en eigi er það
rit nú til. Eftir hann mun og vera uppdráttur, sem enn er
til, af norðurhöfum, og er ísland þar miklu betur dregið en
á fyrri uppdráttum.«
íslandslýsingin mun vera rituð um 1593 og er hand-