Skírnir - 01.01.1933, Page 90
84 íslendingar á 16. öld. [Skirnir
vinsemdar og hverskonar mannúðar og ástunda fyrst og
fremst frið og spekt. Því að eftir að lokið var hinum fornu
óeirðum, deilum og baráttu ofstopafullra og metnaðar-
gjarnra manna, er ollu hinni mestu sundrung þjóðfélags-
ins, er hvergi með neinni þjóð meiri friður en á eyju vorri.
Af því sprettur hógværð íslendinga og hinn mikli þýðleiki
og góðvildin sjálf, sem mjög margir þeirra sýna hver öðr-
um í hinni ljúfustu og sannarlega lofsverðri greiðasemi
hver við annan á allar lundir, enda er þeim ljóst, að ekki
eru önnur traustari bönd og taugar mannfélagsins en gagn-
kvæm góðvild. Keppast því grannar og vinir hver við ann-
an í margvíslegri rausn og öllum öðrum greiða, sem þeir
mega veita á heiðarlegan hátt, og láta hann ókeypis í té,
hve nær og hve oft sem þörfin kallar. Svo fjarri fer því,
að þeim sé þessi góðgerðasemi nokkurn tima óljúf eða að
þeir sjái eftir henni, að þeir telja það góðum manni ósam-
iboðið að láta nokkuru sinni hjá líða að bæta úr þörf ann-
ara, og inna þeir því þessar góðgerðir sínar oit af hendi
um efni fram. Er það ljóst, ef ekki af öðru, þá vissulega
af hinni einstöku gestrisni þessarar þjóðar, sem yfirleitt
dafnar hjá öllum eyjarskeggjum, jafnt hinum fátækari sem
hjá hinum, sem meiri háttar eru, svo að þeir meta al-
rnennt meira gesti og aðkomumenn en sjálfa heimilismenn
■sina og vilja heldur svelta sjálfir og vera án eigin þæg-
inda, en að sjá ferðamenn þola nokkra þörf, og er fyrir
þær sakir víða auðveldlega upp etið, eytt og sóað á stutt-
um tíma mestu af þeim vistum, er húsbændurnir hafa
dregið til bús síns. Þvi að auk ótrúlegs fjölda vesælustu
beiningamanna, sem kristilegur kærleiki og eðlileg með-
aumkun býður að liðsinna, eru gestir mjög tíðir á íslandi,
gangandi og ríðandi, er oft koma um hánótt, og fá þó
mannúðlegar, blíðar og rausnarlegar viðtökur, hver eftir
sinni stétt. Og ekki þurfa þeir að biðja um neitt nema
gistinguna, því að þegar hún er fengin, er allt hitt, sem
gestirnir þarfnast, boðið sjálfkrafa og glaðlega samkvæmt
gamalli sveitarvenju, án nokkurs endurgjalds. Svo hugul-
samir eru jafnvel margir bændur við gesti, að þeir láta