Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 91
Skirnir]
íslendingar á 16. öld.
85
engu sleppt, sem þeir hyggja, að verða megi þeim til
skemmtunar. Taka þeir stundum upp sögubækur heimilis-
ins og lesa nokkrar stundir skærri röddu sögur um ýmsa
menn, og önnur forn fræði; stundum kveða þeir gamlar
rimur með þýðum, dillandi rómi; stundum hafa þeir til
skemmtunar spil eða teningskast eða manntafl, sem mjög
tíðkast; stundum er líka farið í hina alþýðlegu hringdansa
og dansleika, sviplíka þeim, er sagt er að Ameríkubúar
hafi. Er þá fyrst valinn einn af vinnumönnunum eða öðr-
um viðstöddum, sem vel hefir lært þessa kvæðalist og
Þykir meiri raddmaður en aðrir. Syngur hann í fyrstu1)
1) Þegar eg las frásögn Sigurðar Stefánssonar skólameistara i
Skálholti um söng íslendinga, rifjaðist upp fyrir mér endurminning
há æskuárum um kvæðalag eitt (»stemmu«), sem Jón Jónsson frá
Qyðugerði í Flatey á Skjálfanda kvað stundum. Jón þessi var föður-
bróðir Theodórs Friðrikssonar sagnaskálds. Kvæðalag þetta hafði
Jón við vísuna:
í fprnum skála fjörgamall
fram við ála-ranna,
þar bjó Mála-Marteinn karl,
meistari tálbragðanna.
Hófst lagið með dillandi hljóðum eða »trillum«, með óákveðn-
um atkvæðum, líkt: i - hi - hi - hi, — þangað til hann greip fyrstu orð
visunnar og kvað hana til enda. — Þessi dillandi var svo sem
nokkurs konar forspil, eða að kvæðamaðurinn væri að leita fyrir sér,
°g mun hafa svarað til allt að hálfri lengd vísunnar. í endalokin
hafði hann og nokkrar »trillur«, en þó ekki lengri en svara mundi fjórð-
,ing vísu (einni ljóðlínu). Var það siður margra kvæðamanna, að
hafa lotu eða draga seim að vísulokum, en engan annan, en Jón
Þenna, hefi eg heyrt hefja vísu á sama hátt, sem hann gerði, rr
hann kvað þetta lag. Jón hafði mikil og liðleg hljóð, en var alveg
‘mpplýstur maður, þótt vel væri skynugur. Var hann alinn upp í
afskekktri sveit, Flateyjardal eða Flatey, og þar höföu forfeður hans
verið og i utanverðum Fnjóskadal. Kvæðalagið liafði hann ekki
samið sjálfur, heldur hafði það eftir eldri mönnum; minnir mig
helzt, að hann segðist kveða það eftir séra Jóni Reykjalin presfi á
hönglabakka, er þótti söngmaður afbrigða-góður, en heldur forneskju-
'egur i sumu. Séra Jón dó 1892, á 82. aldurs-ári.
6. ágúst 1932.
Benedikt Sueinsson.