Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 92
86
íslendingar á 16. öld.
[Skírnir
nokkra stund, svo sem í forsöngs skyni, með skjálfandi og
dillandi röddu eitthvað, sem lítil eða engin hugsun er í.
Því að þar heyrast nálega eingöngu atkvæðin ha, ha, ha,
ho, ho, ho, he, he, hu, he, ho, ha, he o. s. frv., sem einn-
ig eru síðar endurtekin hvað eftir annað í sjálfu kvæðinu.
Til þess nú að áheyröndunum verði ljúfara samræmið, eru
hafðir tveir meðsöngsmenn, sem settir eru sinn til hvorrar
handar forsöngvaranum, og syngja þeir nokkuð dýpri og
stöðugri röddu, er nálgast bassa. Verður af þessu ekk.i
óþýður samhljómur og ekki óljúfur samsöngur. Og meðan
þessir þrir á þennan hátt eru að syngja forsönginn og
eru að hugsa upp eitthvert smellið kvæði til að hafa við
hann, taka hinir höndum saman og skipa sér í hring eða
velja sér tveir og tveir stað, sem þeir halda meðan dans-
inn er stiginn. Síðan dansa þeir með miklu fjöri þegjandi
eftir hljóðfallinu, og til þess að söngmennirnir reyni því
meira á röddina, gera þeir hávaða, svo að þeir verða auð-
veldlega uppgefnir eftir stutta stund. Þegar nú þessum
þætti er lokið, hefja einstakir menn til skiftis nokkra minni
háttar söngva og stíga einnig hægan dans eftir hljóðfalli
þeirra, en eru þó ekki lengur í sömu sporum, heldur
stíga stöðugt virðulega hringdans, unz allir hafa lokið
söngvum sínum. Og fyrir þessar sakir verður það auð-
veldlega, að gestrisni landa vorra virðist eigi aðeins ein-
læg, vel við eigandi og frjálsmannleg, heldur og ljúf og
yndisleg. En hér ber þess að geta, að þessir hringdansar
og dansleikar voru áður mjög tíðir hjá oss og eigi aðeins
hafðir til að skemmta gestum, heldur voru oftar iðkaðir af
heimilisfólkinu til skemmtunar, og svo voru eyjarskeggjar
hneigðir fyrir þá, að á sumum árstíðum kom sumstaðar
saman á vökum helgra manna, er svo voru kallaðar, mik-
ill fjöldi karla og kvenna í hverri sýslu og dansaði þannig
heilar nætur, og hafði annað veifið aðra leika og hlægileg
sjónarspil og létu öllum illum látum sem óðir væru. Þvi
að hvað á að kalla það annað, þar sem það er víst, að á
þess háttar samkomum voru hafðar í frammi margar hlægi'