Skírnir - 01.01.1933, Síða 93
Skírnir]
íslendingar á 16. öld.
87
legar, blautlegar og léttúðugar athafnir og fyrst og fremst
mansöngskvæði, sem hættuleg freisting er í? Því að sjálf
kvæðin eru gerð af mikilli list og kunnandi og smjúga
því auðveldlega í eyru og huga, einkum þegar við þau
bætist þýður söngur. Því að svo sem þau veita meiri
skemmtun, svo hafa þau og meiri áhrif, hræra og knýja,
ganga einhvern veginn gegnum merg og bein og tendra
einhverja loga í brjósti manns og brenna sárt þá, sem
veikari eru fyrir og að eðlisfari hneigjast fremur til óleyfi-
legs munaðar. Þess vegna eru þessi léttúðugu kvæði á
vorri tungu kölluð »Brunakvæði«, og er það heiti vissu-
lega ekki illa til fundið.
Þegar kirkjuvöld vor gáfu gaum að þessu og sáu, að
slík venja hafði fremur í för með sér heiðinglega villi-
mennsku en kristilegan og heiðvirðan unað, risu þau vitur-
lega gegn þessum ósiðum og fyrirdæmdu þá, og nú eru
'þeir því víðast að miklu leyti lagðir niður. En um aðrar
skemmtanir bænda, þá veit eg ekki hverjar þær eru,. nema
að allur búskapurinn, og fyrst og fremst kvikfjárræktin,
veitír ekki alllítinn unað þessum mönnum, sem allt af eru
önnum kafnir við þessi viðfangsefni. Þess vegna tala þeir
oftast um þau, dást helzt að þeim, halda þeim á loft, unna
þeim, og, ef eg get rétt til, þá dreymir þá um þau. En
'heldri menn unna mest tíðum samdrykkjum og skemmta sér
með virðulegum heimboðum hver til annars, og má þar
sjá eigi alllitla hæversku. En fyrst eru allar stofur og
bekkir skreytt tjöldum og ábreiðum til veizlunnar og borð
sett upp með fögrum og virðulegum búnaði og dýrum
gögnum. Sé þar nokkurs vant, bæta húsbændurnir það
‘Upp með einstakri háttprýði, hreinskilni, þýðleik og glað-
værð og sömuleiðis þjónar og frammistöðumenn með fúsri
'Undirgefni, enda temja þeir sér þá siðprýði, að hvorki
homi fram í orðum né gerðum neinn fíflskapur eða hvat-
vísi né hið minnsta brot gegn velsæmi. Og þær yfirsjónir,
sem af vanstillingu spretta, eru hæglega leiðréttar með al-
vöru og með því að gestirnir af góðvild látast ekki sjá
þær. Aðalskemmtunin i þessum veizlum er því fólgin í