Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 94
88
íslendingar á 16. öld.
[Skírnir
prúðmannlegum og glaðværum viðræðum, en þess á milli
brestur ekkert á virðulegustu veitingar. Og ekki get eg
séð, hvað vítavert væri í þessum veizlusiðum landa vorra,.
eí þeir hefðu nokkru meira hóf og mát í almennum sam-
drykkjum sínum en hingað til hefir verið hjá sumum, semi
ef til vill kusu að teljast öðrum fremri að rausn og eigi
aðeins báru heiðvirða gesti ofurliði með rokna bikurum,.
heldur og höfðu gaman af að ginna þá, með því að blanda
og sulla meinlega og óvænt saman víni, miði og öli, eink-
um ef einhverjir voru þolnir við drykk, þangað til hvorki
fótur né hönd eða jafnvel tunga gerði skyldu sína. En
þessum og þvílíkum landssiðum verða menn að fylgja og
hlýða, vilji þeir eigi teljast stirðir, tregir og ómannblendnir.
Svo sem nú íslendingar eru frjálslyndir og mildir í veizl-
um sinum, svo eru þeir og friðsamir og gefa ekki gjarna
tækifæri til sundurþykkis. Hitt er heldur, að hvar sem ein-
hverjir eru komnir að því að deila eða jafnvel berjast í1
ákafa, annað hvort af því að þeir eru svona að eðlisfarit
eða af því að þeir hafa misst stjórn á sér af þvi að kneyfa
hina stóru og óvenjulegu bikara, þá sefa allir hinir þá brátt
og mýkja á hvern hátt sem þeir geta, svo að ekki lendi í
handalögmáli eða gripið sé til vopna. Og þegar loks veizl-
unni er lokið, en hún þykir því stórmannlegri sem hún er
fjölmennari, þá eru gestir leiddir út með silfurbikurum, eða
hestum, eða brjóstkringlum og reiðtýgjum, eða einhverjum
öðrum virðulegum gjöfum, sem vinir og þeir, sem tengdir
eru nánum kunningskap, mægðum eða frændsemi, eru
sæmdir bæði ósjaldan endrarnær og þó einkum við festar-
öl og brúðkaup, en þar er venjulega að landsháttum allt
stórmannlegra og hátíðlegra, svo að ekkert skorti á ljúf-
mannlega rausn, mildi og hæversku. í hvívetna ber þó af
stilling, kurteisi og hófsemi kvenna, sem auk annara dyggða
eru gæddar svo mikilli bindindissemi um nautn víns og
öls, að enginn getur lokkað þær til að drekka meira ea
það, sem þarf til að slökkva þorstann hóflega«.
Guðm. Finnbogason.