Skírnir - 01.01.1933, Page 96
90
List, iðja, listiðnaður.
[Skírnir
Og iðnaðurinn steypti öllu úrkastsrusli sínu yfir okkur
óviðbúna, og hálfsofandi fyrir gildi framtíðarverðmæta.
Það er lítil huggun, þótt reynt sé að telja okkur trú
! um að þetta sé einungis millibilsástand, og að allt gull-
randadótið og glansmyndirnar séu forboði annara og betri
tíma. Arfi gefur aldrei kornuppskeru. — Lélegt eða and-
laust umhverfi er ekki líklegt til að skapa batnandi fólk.
Eftir reynslu stórþjóðanna, verður erfitt að koma viti fyrir
fólk, þegar það eitt sinn er komið á kaf í ruslið.
Þeir, sem iðka »glerhundapólitík« og segja að þróun-
in verði að koma hægfara, ættu ekki að skríða fyrir fólk-
inu og lofsama dómgreindarleysið á hlutum, heldur ættu þeir
að segja hreinlega: »Kæru Iandar! Þið eruð hálfgerðir villi-
menn og eigið því að skreyta hjáykkurmeð glansmyndabréf-
spjöldum og glerbeljum með mynd af Gullfossi á maganum.
Málið ykkur svo gul, rauð og blá, þangað til þið lærið, að
upphaflegi liturinn, sem þið höfðuð, var fegurstur«. — Þannig
■ er talað af hreinskilni, en hitt er lýðskrum og langavitleysa.
Stórþjóðirnar eru búnar að reyna einokunarstefnur í
list og iðnmálum og sjá, að þær eyðileggja engu síður en
pestir og eru óstöðvandi sem hraunflóð, listin verður ein-
ræningsleg (geðveikluð með köflum) og iðnaðurinn ólist-
rænn, listiðnaðurinn fer i hundana. Eftir verður eitthvað,
sem kallað er iðja, þetta ópersónulega framtíðarnýyrði
— og það, sem við það hangir, á að leysa heiminn? —
Það verður nógu gaman að lifa þá. Listsöfnin verða her-
gagnasmiðjur og hver einn gengur með sína eiturgasgrímu.
Fyrir átta árum var mikil vakning í Mið-Evrópu um
að tengja aftur þau bönd, sem áður bundu list og iðnað,
og reyna að endurvekja blómaöld á borð við 14. öldina á
verklegum og listrænum sviðum. Á 14. öldinni voru það
mestu listamenn ítala, sem ekki þóttust ofgóðir til að
endurreisa postulíns- og leirhandverk og sömuleiðis allar
málmsmíðar og steinhögg. Ítalía mun um eilífð bera merki
þessara framsýnu manna.
En um vakninguna, sem varð fyrir átta árum í Mið-
'evrópuríkjum, verður ekkert sagt að svo stöddu. Það er