Skírnir - 01.01.1933, Page 97
:Skírnir]
List, iðja, listiðnaður.
91
öfgastefna, gjörhugul og litrík, en fátæk af hugmyndum.
Ef eigi tekst að blása lífrænum anda listarinnar í hinar
iíflausu línur, er hætt við að myndlausu sjúkraherbergin
verði þreytandi. Prófessor Hofer verður þá leiður á að
mála þrítugustu myndina af heimskulegri stelpu við sama
;gluggann ár eftir ár, ýmist með tröllepli eða gulaldin í
hendinni, og það verður búið að eyðileggja á okkur eyrun
:með fölskum tónum.
Á 14. öldinni gengu hugmyndaríkir listamenn á undan,
en síðar hefir velútreiknaður iðnaður tekið forystuna, og næg
tortryggni á báða bóga.
Allt í einu sáu þjóðirnar, að þrátt fyrir öll ytri menn-
ingarmerki og aukinn lífshraða, þá gleymist oft hið allra
mauðsynlegasta, og við höfum ekki tima til að athuga
hvað við töpum fyrr en um seinan.
Listiðnaðarsýningin i París 1925 gaf næg tilefni til að
Evrópuþjóðirnar skömmuðust sín fyrir ástandið, og Þjóð-
verjar viðurkenndu þetta með því að halda stórsýningu á
því bezta sem til var af listiðnaði Forn-Kínverja (nú eru
Kínverjar iðjuþjóð). Þarna fékkst glögg mynd af afturför
þeirri, sem aðskilnaður listar og handverks hefir haft í för
með sér meðal vestrænna þjóða. — Og það sem verra
•er: þeir, sem kölluðu sig listamenn, höfðu ekki heldur
unnið við einangrunina, heldur — eins og áður var sagt —
tapað, stórtapað. Þeir voru að missa fótfestuna í lífinu og
virðinguna fyrir sjálfum sér.
Það var með þessum umbrotum, sem klossateiknar-
arnir (kúbistar) og »Fútúr«-brjálæðið hjaðnaði niður, en for-
ystuna hafa listamennirnir ekki meir, eins og áður, á dög-
um Ming Kínakeisara. Þessi umbrot náðu varla til okkar
úti á íslandi, en ýmislegt bendir til þess að listamenn vorir
misskilji köllun sína og hafi ekki lært nægjanlega mikið af
.því, sem gerðist fyrir 8 árum úti í álfunni.
Þeir, sein héngu í tízkunni, lögðu reyndar skjótt niður
hina lánuðu vængi, enda þótt þeir rifust innbyrðis um
■aflóga »stefnur« enn um sinn.
Nú erum við á góðum vegi með að koma okkur upp