Skírnir - 01.01.1933, Side 98
92
List, iðja, listiðnaður.
[Skirnir
listamannastétt og iðnstétt — reyndar all stórstígum — era
tengiliðinn vantar, listiðnaðinn. Listamennirnir telja það víst
undir virðingu sinni að skapa lifinu ný verðmæti og sam-
rýmast því, á gamlan og góðan hátt. Þetta er að því leyti
óskiljanlegra þar sem hér er byrjað á hreinum grundvelli,.
og það er vandalítið að reikna útkomuna, ef við reynum
ekki að hamla eitthvað á móti útlenda úrgangsruslinu,
sem er að kæfa okkur — það er að segja allan fjöldann.
Allar nágrannaþjóðir vorar hafa þegar skilið þetta og
vakning er hafin i anda Miðevrópuþjóðanna, listamenn
Norðurlanda eru hættir að einangra sig og þykjast engu
minni menn þótt þeir grípi inn í athafnalífið með öðru en
sérmennt sinni.
Við erum alltaf heldur seinir til. Þótt við eigum vísi að
listiðnaði í gömlum og nýjum heimilisiðnaði, þá er samstarfið
meðal hinna þriggja greina alveg í molum enn þá og því
hvergi fært um að taka á móti innflutta iðjudótinu eins
og vera ber.
Þeir, sem ekki mega heyra neitt þjóðlegt nefnt og
halda að okkur sé eins tamt að hugsa á japanskan og
íslenzkan hátt, hljóta að skilja, að orð mín má ekki taka
sem innilokunarfrumvarp, heldur sjálfsbjargar- og þróunar-
viðleitni.
Hér dugar engin úrelt stéttaskipting og einyrkjahok-
ur; við verðum að búa okkur undir það að vera sjáfbjarga
á sem flestum sviðum, svo að við þurfum ekki að neyðast til
að taka við því, sem að okkur er rétt, — nema það sé
gott og vandað í alla staði.
Það er auðveldara að lýsa því, sem aflaga fer, heldur
en að finna þær tillögur, sem duga til umbóta. Á siðari
árum hefir erlendis verið ritaður fjöldi bóka um þessi efni.
Yfirleitt eru glöggskyggnir menn sammála um það hve
skaðlega langt bil sé orðið milli listar og iðju, og eins hitt,
að nauðsyn sé að hefja listiðnaðinn til vegs og virðingar
þeirrar, sem hann áður naut.
Listiðnaðarskólar voru efldir með því að veita ókeypis
kennslu og hafa fengið sem kennara fræga listamenn.