Skírnir - 01.01.1933, Page 100
94
List, iðja, listiðnaður.
[Skírnir
Annað dæmi vil ég nefna: Við eigum allmarga list-
málara (sumum finnst þeir of margir), en við eigum ekki
einn einasta mann, sem kann að smíða sæmilega umgerð'
um málverk þeirra, eða velja gyllingu og lit i samræmi,.
heldur notum við vélunnar, endingarlausar umgerðir, sem>
oftast er ekki hægt að fá nema af handa hófi.
Svo við tökum dæmi úr daglega lífinu. Finnst ykkur
forsíður dagblaðanna fallegar eða líklegar til að vekja
göfugan hugsunarhátt? Ekki vantar okkur þó vel menntaða;
ritstjóra og prentara.
Hið listræna og hagkvæma er oftast hægt að samrýma,,
en kraftana til þess er ekki allt af að finna í einni og:
sömu persónu.
Listin er ekki ávallt hagkvæm í eðli sínu. Þó hafa
fyrri alda listamenn sýnt, að hún þarf ekki að líða við að>
vera það, öðru nær. Lítið á myndskreytingu og byggingar-
list ýmissa fornþjóða. Það er líka oft hægt að sjá list v
algengustu búshlutum þeirra. Nú hefir hagkvæmnin aukizL
en listin og samræmið ekki vaxið að sama skapi — nema
þá á einstöku sviðum.
Ég skal nefna nokkur atriði, sem listamenn, list-
iðnaður og iðja verða að leysa í sameiningu:
Við verðum að fá meira samræmi í form og liti ái
húsum, húsbúnaði, skrautmunum og klæðnaði.
Myndlistamenn verða að vinna með húsameisturum*
og verkfræðingum, gera líkan (»Modell«) að heilum borgar-
hlutum og einstökum húsum með tilheyrandi skreytingum-
Vinna svo áfram að einstökum fyrirmyndaríbúðum.
Þar sem eigi er persónuleiki til að veita heimilumi
sæmilegt útlit, þarf að leiðbeina jafnvel með hið smæsta.
Mörgum mun finnast hér of langt gengið, en við getum*
ekki farið að dæmi stórþjóðanna með því að hafa áhrif &
híbýlaprýði með stöðugum sýningum.
Til þess að auka vort fáþætta athafnlíf, vaxa nú upp>
nýir möguleikar með leir-, postulíns- og gler-vinnzlu. Þar
eigum við ótæmandi auðæfi ónotuð í skauti náttúrunnar.