Skírnir - 01.01.1933, Page 102
'96 List, iðja, listiðnaður. [Skírnir
um uppi, að gera þeim útvörðum vorum lifið bærilegra
með þeim verðmætum, sem Iist og iðja geta gefið.
Samræmi og fegurð i stað hallæris og úlfúðar — sam-
stilling allra krafta — möguleikarnir eru fyrir hendi, verk-
efnin óteljandi og náttúruauðæfi landsins næstum óhreyfð.
Það er óþarfi að tala um að íslendingarnir séu of margir
vegna þess að nokkrir vinna dýrtíðarvinnu i stað fram-
tíðarvinnu.
Ég er þess fullviss, að samvinna sú, er áður var rædd,
verður að takast undir eins, ef vel á að fara.
Það væri æskilegt, að stjórnarvöldin vildu athuga list-
iðnaðarmöguleikana, næsí þegar viðreisnarfrumvörp verða
samin. Það mundi hafa varanlegri og betri afleiðingar held-
ur en hallærisráðstafanir og dýrtíðarvinna. Við höfum nóg
af matvælum og oftast tækifæri til að selja það, sem um-
fram er þarfir okkar. En Iistamennirnir og iðjuhöldarnir
hljóta að sjá, að mikið vantar á að það, sem gert er á
ýmsum þeim sviðum, sé fullnægjandi fyrir okkur eða aðra.
En við getum skapað nýtt svið, með því að sameina alla
krafta um listiðnaðinn, svo að við þar fullnægjum okkar
eigin þörfum, og þar að auki væri hægt að framleiða þar
gripi, sem væru engu óútgengiiegri en saltfiskur og kjöt.
Séu til menn, sem halda að listin eða handverkið líði
við þetta eða að maturinn hafi minna gildi, þá ættu þeir
að stofna trúarflokka eða að skemmta sér á gamlan ís-
'lenzkan hátt með því að halda að þeir séu ofvitar.