Skírnir - 01.01.1933, Page 103
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
Eftir Magnús Finnbogason.
I.
Upptök og almenn greinargerð.
Með öllum siðuðum þjóðum hefir varðveitzt margs kyns
hjátrú allt fram á þennan dag. En með hjátrú mun að jafn-
aði átt við alla þá trú, sem ekki samþýðist annaðhvort vís-
indalegri hugsun eða viðurkenndum trúarsetningum hvers
tíma.
Eins og menn vita, er ýmislegt af því, sem hjátrú er
kallað, ævagamalt; og svo er einnig um þá tegund hjátrú-
ar, sem hér verður freistað að gera grein fyrir. En það
skulu menn hafa hugfast, að það, sem nú er nefnd hjátrú,
hefir jafnan verið trú einhvern tíma áður, því að öll hjá-
trú, svo kölluð, hefir auðvitað aðeins getað myndazt sem
trú fólksins og því verið sannfæring þess. Þess má geta
til dæmis, að sú var tiðin hér á íslandi, að menn efuðust
ekki um tilveru dverga og álfa, enda voru þær verur tald-
ar til goðmagnanna i heiðnum sið, og því eigi meiri hjá-
trú að viðurkenna tilveru þeirra en sjálfra englanna á himn-
um nú á dögum.
Frá alda öðli hefir sú trú viðgengizt með frumstæð-
um og jafnvel siðuðum þjóðum, að náttúran væri kvik af
verum og vættum, ýmist illum eða góðum, þ. e. a. s. ill-
viljuðum eða velviljuðum mönnunum. Meira að segja hjá
þjóðum, sem eignazt hafa heila fylking af nálega almátt-
ugum guðum, hefir slík vættatrú viðgengizt. En hjá þeim
þjóðum hefir vættunum auðvitað verið skipað skör lægra
7